Ertu með þráhyggju fyrir einhverjum?

Samskipti kynjanna | 1. febrúar 2025

Ertu með þráhyggju fyrir einhverjum?

Það getur verið erfitt að hætta að hugsa um einhvern sem maður er hrifinn af en sambandssérfræðingurinn Jillian Turecki, sem er með tæpar þrjár milljónir fylgjendur á Instagram, segir að það sé mikilvægt að reyna en það krefjist þolinmæði og vinnu.

Ertu með þráhyggju fyrir einhverjum?

Samskipti kynjanna | 1. febrúar 2025

Það getur verið erfitt að hætta að hugsa um einhvern …
Það getur verið erfitt að hætta að hugsa um einhvern sem maður er mjög hrifinn af. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Það getur verið erfitt að hætta að hugsa um einhvern sem maður er hrifinn af en sambandssérfræðingurinn Jillian Turecki, sem er með tæpar þrjár milljónir fylgjendur á Instagram, segir að það sé mikilvægt að reyna en það krefjist þolinmæði og vinnu.

Það getur verið erfitt að hætta að hugsa um einhvern sem maður er hrifinn af en sambandssérfræðingurinn Jillian Turecki, sem er með tæpar þrjár milljónir fylgjendur á Instagram, segir að það sé mikilvægt að reyna en það krefjist þolinmæði og vinnu.

Turecki segir það mikilvægt að bera kennsl á það afhverju fólk fær þráhyggjur fyrir öðru fólki. „Ef maður er með þráhyggju fyrir einhverjum sem maður þekkir varla þá getur það verið vegna þess að þú hefur verið einhleyp/ur í langan tíma. Svo kannski leiðist manni líka og er ófullnægður í lífinu. Kannski er leiðinlegt í vinnunni eða lífið virðist tilgangslaust. Þú ert að bíða eftir að eitthvað gerist og að nýtt samband kippi öllu í laginn. Svo hittir maður einhvern og maður finnur einhvern neista. Sú tilfinning er frábær.“

„Þér finnst kannski einhver svo gáfaður og fallegur og þið eigið svo margt sameiginlegt. En málið er þið hafið kannski bara þekkst í viku en þú getur bara ekki hætt að hugsa um hann. Þið eruð enn ókunnug þó þú getir ekki hætt að hugsa um hann. Þú heldur að þetta sé eitthvað þegar þessi þráhyggja er í raun bara löngun í tilbreytingu.“

„Þarna er vonin að taka á sig mynd annarrar manneskju. Von um ást og að komast út úr lífi sem ekki er nógu fullnægjandi. En það er á þinni ábyrgð og snýst í raun ekki um aðra manneskju. Leiðin til þess að sporna gegn þráhyggjum er að beina athyglinni að því sem skortir í lífinu. Það er ómögulegt að ætlast til þess að ný manneskja geti komið inn í líf manns og gert allt betra. Hún getur það kannski í skamman tíma en það ástand varir ekki lengi.“



mbl.is