Fundarhöldum í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga, sem staðið hafa yfir í dag, hefur verið frestað þangað til klukkan tíu í fyrramálið. Þetta staðfestir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í samtali við mbl.is.
Fundarhöldum í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga, sem staðið hafa yfir í dag, hefur verið frestað þangað til klukkan tíu í fyrramálið. Þetta staðfestir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í samtali við mbl.is.
Fundarhöldum í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga, sem staðið hafa yfir í dag, hefur verið frestað þangað til klukkan tíu í fyrramálið. Þetta staðfestir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í samtali við mbl.is.
Kennarar féllust ekki á innanhústillögu ríkissáttasemjara í þeirri mynd sem Ástráður lagði hana fram á fimmtudag og gera kröfu um breytingar á ákveðnum skilmálum. Þær kröfur hafa verið til umræðu í dag og verður því samtali haldið áfram á morgun.
Samninganefndir ríkis og sveitarfélaga samþykktu hins vegar innanhústillöguna í gær.
„Þegar fundur hófst í morgun þá kom fram að af hálfu KÍ væri staðan þannig að þau væru ekki tilbúin að fallast á tillöguna nema með tilteknum skilmálabreytingum. Þær kröfur hafa verið til umræðu í allan dag, eru enn og það heldur áfram í fyrramálið,“ segir Ástráður.
Hann getur þó ekki upplýst um það efnislega hverjar kröfur kennara eru.
Innanhústillagan er því ennþá á borðinu, þó hún hafi ekki verið samþykkt í þeirri mynd sem hún var lögð fram.
„Í rauninni er umræðan ennþá á þeim grundvelli að tillagan og sá rammi sem hún markar verði grundvöllur samningsins. En þeir krefjast þess að tilteknum skilmálum í tillögunni sé hnikað til og þar erum við stödd.“
Tillagan, sem ríkissáttasemjari lagði fram, felur meðal annars í sér að deila um jöfnun launa á milli markaða verði leyst með virðismati á störfum kennara, en hún jafngildir kjarasamningi verði hún samþykkt.
Félagsfólk greiðir ekki atkvæði um tillöguna sem slíka heldur þurfa eingöngu samninganefndirnar að samþykkja hana. Félagsfólk greiðir svo atkvæði um samninginn.
Náist samningar ekki um helgina hefjast verkfallsaðgerðir kennara á ný á mánudag. Þá leggja kennarar í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum niður störf. Félag framhaldsskólakennara hefur einnig gefið út að greidd verði atkvæði um verkföll í nokkrum framhaldsskólum strax eftir helgi