Í dag, 1. febrúar, tóku nýjar tollareglur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta gildi gagnvart báðum nágrannaríkjum Bandaríkjanna og Kína. Er innflutningur fjölda vörutegunda frá Kanada og Mexíkó nú undirlagður 25 prósenta tollum á meðan Kína fékk tíu prósentustiga hækkun ofan á þá tolla sem nú þegar greiðast af vörum þaðan.
Í dag, 1. febrúar, tóku nýjar tollareglur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta gildi gagnvart báðum nágrannaríkjum Bandaríkjanna og Kína. Er innflutningur fjölda vörutegunda frá Kanada og Mexíkó nú undirlagður 25 prósenta tollum á meðan Kína fékk tíu prósentustiga hækkun ofan á þá tolla sem nú þegar greiðast af vörum þaðan.
Í dag, 1. febrúar, tóku nýjar tollareglur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta gildi gagnvart báðum nágrannaríkjum Bandaríkjanna og Kína. Er innflutningur fjölda vörutegunda frá Kanada og Mexíkó nú undirlagður 25 prósenta tollum á meðan Kína fékk tíu prósentustiga hækkun ofan á þá tolla sem nú þegar greiðast af vörum þaðan.
Forsetinn gaf ekki langan fyrirvara, tilkynnti um tollana í gær og sagði við sama tækifæri að ríkin þrjú gætu ekkert gert til að fresta gildistöku þessa nýja veruleika.
Kanada fékk þó frest að hluta á tollahækkunum á olíuinnflutning til Bandaríkjanna – en aðeins í tvær vikur. Þar til um miðjan mánuðinn verður tollur á kanadíska olíu því tíu prósent, en 25 eftir hálfan mánuð, og hækkuðu hlutabréf olíufyrirtækja þegar umtalsvert við yfirlýsinguna.
Tollarnir eru þvingunaraðgerð og að sjálfsögðu greindi forseti frá því hvað héngi á spýtunni: Ofurtollarnir verða í gildi þar til ríkin þrjú hafa gert nægilega mikið, að mati til Trumps, til að stemma stigu við flæði innflytjenda og hins banvæna ópíóðalyfs fentanýls til Bandaríkjanna.
„Forsetinn mun á morgun [í dag] taka upp 25 prósenta toll gagnvart Mexíkó, 25 prósenta toll gagnvart Kanada og tíu prósenta toll gagnvart Kína sem svar við ólöglega fentanýlinu sem [þessi ríki] hafa orðið sér úti um og leyft dreifingu á til landsins okkar með þeim afleiðingum að tugir milljóna Bandaríkjamanna hafa látið lífið,“ sagði Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, á blaðamannafundi í gær.