Helstu frumkvöðlar landsins sýndu sig

Framakonur | 2. febrúar 2025

Helstu frumkvöðlar landsins sýndu sig

Lokadagur frumkvöðlakeppninnar Gulleggið fer fram í Grósku 14. febrúar. Um síðustu helgi var undirbúningur í fullum gangi og fóru fram meistaranámskeið Gulleggsins (e. masterclass) á vegum KLAK – Icelandic Startups sem heldur utan um keppnina.

Helstu frumkvöðlar landsins sýndu sig

Framakonur | 2. febrúar 2025

Sigurður Óli Sigurðsson frá Rannís, Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK, …
Sigurður Óli Sigurðsson frá Rannís, Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK, og Jón Ingi Bergsteinsson frá IceBAN. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir

Loka­dag­ur frum­kvöðlakeppn­inn­ar Gul­leggið fer fram í Grósku 14. fe­brú­ar. Um síðustu helgi var und­ir­bún­ing­ur í full­um gangi og fóru fram meist­ara­nám­skeið Gul­leggs­ins (e. masterclass) á veg­um KLAK – Icelandic Startups sem held­ur utan um keppn­ina.

Loka­dag­ur frum­kvöðlakeppn­inn­ar Gul­leggið fer fram í Grósku 14. fe­brú­ar. Um síðustu helgi var und­ir­bún­ing­ur í full­um gangi og fóru fram meist­ara­nám­skeið Gul­leggs­ins (e. masterclass) á veg­um KLAK – Icelandic Startups sem held­ur utan um keppn­ina.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá KLAK fengu þar metnaðarfull­ir frum­kvöðlar tæki­færi til að auka á þekk­ingu sína, búa til tengslanet og taka leiðsögn frá reynd­um sér­fræðing­um í ný­sköp­un.

„Gul­leggið er frum­kvöðlakeppni á hug­mynda­stigi sem hald­in er í upp­hafi hvers árs síðan 2008. Keppn­in er opin öll­um, jafnt hug­mynda­smiðum og áhuga­fólki um ný­sköp­un sem vill láta að sér kveða. Að fram­kvæmd Gul­leggs­ins koma hátt í 100 ein­stak­ling­ar á hverju ári, reynd­ir frum­kvöðlar, fjár­fest­ar og aðrir sér­fræðing­ar sem hitta þátt­tak­end­ur meðan á keppn­inni stend­ur.“

Dag­ar nám­skeiðsins voru þrír og hófst sá fyrsti á tengslamynd­un und­ir hand­leiðslu KLAKS og Vig­dís­ar Hafliðadótt­ur, söng- og leik­konu. Á degi tvö fengu þátt­tak­end­ur að hlýða á er­indi frá reynd­um frum­kvöðlum og stjórn­end­um úr at­vinnu­líf­inu. Á þriðja degi voru hald­in nám­skeið m.a. í stofn­un og rekstri fyr­ir­tækja.



Ragnhildur Ágústsdóttir
Ragn­hild­ur Ágústs­dótt­ir Ljós­mynd/​Eygló Gísla­dótt­ir
Áhugasamir frumkvöðlar hlusta á erindi Sirrýjar Arnardóttur. Hún er fyrrum …
Áhuga­sam­ir frum­kvöðlar hlusta á er­indi Sirrýj­ar Arn­ar­dótt­ur. Hún er fyrr­um fjöl­miðlakona og er í dag stjórn­endaþjálf­ari, fyr­ir­les­ari, rit­höf­und­ur og kenn­ari við Há­skól­ann á Bif­röst. Ljós­mynd/​Eygló Gísla­dótt­ir
Arna Þorsteinsdóttir og Hrafntinna.
Arna Þor­steins­dótt­ir og Hrafnt­inna. Ljós­mynd/​Eygló Gísla­dótt­ir
Verðandi frumkvöðlar spyrja úr sal.
Verðandi frum­kvöðlar spyrja úr sal. Ljós­mynd/​Eygló Gísla­dótt­ir
Jón Ingi Bergsteinsson frá IceBAN hélt fyrirlestur.
Jón Ingi Berg­steins­son frá IceB­AN hélt fyr­ir­lest­ur. Ljós­mynd/​Eygló Gísla­dótt­ir
Sigurður Óli Sigurðsson frá Rannís, Helga Valfells, Crowberry Capital, og …
Sig­urður Óli Sig­urðsson frá Rannís, Helga Val­fells, Crow­berry Capital, og Jón Ingi Berg­steins­son IceB­AN, deila reynslu sinni. Ljós­mynd/​Eygló Gísla­dótt­ir
Erindi Sirrýjar Arnardóttur.
Er­indi Sirrýj­ar Arn­ar­dótt­ur. Ljós­mynd/​Eygló Gísla­dótt­ir
Nanna Einarsdóttir, stofnandi Knittable, gefur ómetanleg ráð varðandi uppbyggingu fjárfestakynningar …
Nanna Ein­ars­dótt­ir, stofn­andi Knitta­ble, gef­ur ómet­an­leg ráð varðandi upp­bygg­ingu fjár­festa­kynn­ing­ar sem heill­ar. Ljós­mynd/​Eygló Gísla­dótt­ir
Þórey V. Proppe, stofnandi Öldu og Arna Þorsteinsdóttir.
Þórey V. Proppe, stofn­andi Öldu og Arna Þor­steins­dótt­ir. Ljós­mynd/​Eygló Gísla­dótt­ir
Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, Ragnhildur Ágústsdóttir og Jenna Björk Guðmundsdóttir.
Ásta Sóllilja Guðmunds­dótt­ir, Ragn­hild­ur Ágústs­dótt­ir og Jenna Björk Guðmunds­dótt­ir. Ljós­mynd/​Eygló Gísla­dótt­ir
Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri Hopp, veitir innsýn í fyrirtækjarekstur.
Eyþór Máni Stein­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Hopp, veit­ir inn­sýn í fyr­ir­tækja­rekst­ur. Ljós­mynd/​Eygló Gísla­dótt­ir
Jenna Björk Guðmundsdóttir og Magnús Daði Eyjólfsson um lyftukynningar.
Jenna Björk Guðmunds­dótt­ir og Magnús Daði Eyj­ólfs­son um lyft­ukynn­ing­ar. Ljós­mynd/​Eygló Gísla­dótt­ir
Magnús Ingi Óskarsson frumkvöðlaafi og Sirrý Arnardóttir. Magnús hélt erindi …
Magnús Ingi Óskars­son frum­kvöðlaafi og Sirrý Arn­ar­dótt­ir. Magnús hélt er­indi um aðferðafræði ný­sköp­un­ar. Ljós­mynd/​Eygló Gísla­dótt­ir
Pétur Orri Sæmundsen, stofnandi Sweeply, deildi dýrmætum lærdómi um hvað …
Pét­ur Orri Sæ­mundsen, stofn­andi Sweeply, deildi dýr­mæt­um lær­dómi um hvað þarf til að byggja upp arðbæra vöru. Ljós­mynd/​Eygló Gísla­dótt­ir
Ef það væri auðvelt að stofna fyrirtæki og koma með …
Ef það væri auðvelt að stofna fyr­ir­tæki og koma með viðskipta­hug­mynd­ir væru lík­lega all­ir að því líkt og seg­ir á glær­unni. Ljós­mynd/​Eygló Gísla­dótt­ir
mbl.is