Lokadagur frumkvöðlakeppninnar Gulleggið fer fram í Grósku 14. febrúar. Um síðustu helgi var undirbúningur í fullum gangi og fóru fram meistaranámskeið Gulleggsins (e. masterclass) á vegum KLAK – Icelandic Startups sem heldur utan um keppnina.
Lokadagur frumkvöðlakeppninnar Gulleggið fer fram í Grósku 14. febrúar. Um síðustu helgi var undirbúningur í fullum gangi og fóru fram meistaranámskeið Gulleggsins (e. masterclass) á vegum KLAK – Icelandic Startups sem heldur utan um keppnina.
Lokadagur frumkvöðlakeppninnar Gulleggið fer fram í Grósku 14. febrúar. Um síðustu helgi var undirbúningur í fullum gangi og fóru fram meistaranámskeið Gulleggsins (e. masterclass) á vegum KLAK – Icelandic Startups sem heldur utan um keppnina.
Samkvæmt tilkynningu frá KLAK fengu þar metnaðarfullir frumkvöðlar tækifæri til að auka á þekkingu sína, búa til tengslanet og taka leiðsögn frá reyndum sérfræðingum í nýsköpun.
„Gulleggið er frumkvöðlakeppni á hugmyndastigi sem haldin er í upphafi hvers árs síðan 2008. Keppnin er opin öllum, jafnt hugmyndasmiðum og áhugafólki um nýsköpun sem vill láta að sér kveða. Að framkvæmd Gulleggsins koma hátt í 100 einstaklingar á hverju ári, reyndir frumkvöðlar, fjárfestar og aðrir sérfræðingar sem hitta þátttakendur meðan á keppninni stendur.“
Dagar námskeiðsins voru þrír og hófst sá fyrsti á tengslamyndun undir handleiðslu KLAKS og Vigdísar Hafliðadóttur, söng- og leikkonu. Á degi tvö fengu þátttakendur að hlýða á erindi frá reyndum frumkvöðlum og stjórnendum úr atvinnulífinu. Á þriðja degi voru haldin námskeið m.a. í stofnun og rekstri fyrirtækja.