Helstu frumkvöðlar landsins sýndu sig

Framakonur | 2. febrúar 2025

Helstu frumkvöðlar landsins sýndu sig

Lokadagur frumkvöðlakeppninnar Gulleggið fer fram í Grósku 14. febrúar. Um síðustu helgi var undirbúningur í fullum gangi og fóru fram meistaranámskeið Gulleggsins (e. masterclass) á vegum KLAK – Icelandic Startups sem heldur utan um keppnina.

Helstu frumkvöðlar landsins sýndu sig

Framakonur | 2. febrúar 2025

Sigurður Óli Sigurðsson frá Rannís, Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK, …
Sigurður Óli Sigurðsson frá Rannís, Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK, og Jón Ingi Bergsteinsson frá IceBAN. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir

Lokadagur frumkvöðlakeppninnar Gulleggið fer fram í Grósku 14. febrúar. Um síðustu helgi var undirbúningur í fullum gangi og fóru fram meistaranámskeið Gulleggsins (e. masterclass) á vegum KLAK – Icelandic Startups sem heldur utan um keppnina.

Lokadagur frumkvöðlakeppninnar Gulleggið fer fram í Grósku 14. febrúar. Um síðustu helgi var undirbúningur í fullum gangi og fóru fram meistaranámskeið Gulleggsins (e. masterclass) á vegum KLAK – Icelandic Startups sem heldur utan um keppnina.

Samkvæmt tilkynningu frá KLAK fengu þar metnaðarfullir frumkvöðlar tækifæri til að auka á þekkingu sína, búa til tengslanet og taka leiðsögn frá reyndum sérfræðingum í nýsköpun.

„Gulleggið er frumkvöðlakeppni á hugmyndastigi sem haldin er í upphafi hvers árs síðan 2008. Keppnin er opin öllum, jafnt hugmyndasmiðum og áhugafólki um nýsköpun sem vill láta að sér kveða. Að framkvæmd Gulleggsins koma hátt í 100 einstaklingar á hverju ári, reyndir frumkvöðlar, fjárfestar og aðrir sérfræðingar sem hitta þátttakendur meðan á keppninni stendur.“

Dagar námskeiðsins voru þrír og hófst sá fyrsti á tengslamyndun undir handleiðslu KLAKS og Vigdísar Hafliðadóttur, söng- og leikkonu. Á degi tvö fengu þátttakendur að hlýða á erindi frá reyndum frumkvöðlum og stjórnendum úr atvinnulífinu. Á þriðja degi voru haldin námskeið m.a. í stofnun og rekstri fyrirtækja.



Ragnhildur Ágústsdóttir
Ragnhildur Ágústsdóttir Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Áhugasamir frumkvöðlar hlusta á erindi Sirrýjar Arnardóttur. Hún er fyrrum …
Áhugasamir frumkvöðlar hlusta á erindi Sirrýjar Arnardóttur. Hún er fyrrum fjölmiðlakona og er í dag stjórnendaþjálfari, fyrirlesari, rithöfundur og kennari við Háskólann á Bifröst. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Arna Þorsteinsdóttir og Hrafntinna.
Arna Þorsteinsdóttir og Hrafntinna. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Verðandi frumkvöðlar spyrja úr sal.
Verðandi frumkvöðlar spyrja úr sal. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Jón Ingi Bergsteinsson frá IceBAN hélt fyrirlestur.
Jón Ingi Bergsteinsson frá IceBAN hélt fyrirlestur. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Sigurður Óli Sigurðsson frá Rannís, Helga Valfells, Crowberry Capital, og …
Sigurður Óli Sigurðsson frá Rannís, Helga Valfells, Crowberry Capital, og Jón Ingi Bergsteinsson IceBAN, deila reynslu sinni. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Erindi Sirrýjar Arnardóttur.
Erindi Sirrýjar Arnardóttur. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Nanna Einarsdóttir, stofnandi Knittable, gefur ómetanleg ráð varðandi uppbyggingu fjárfestakynningar …
Nanna Einarsdóttir, stofnandi Knittable, gefur ómetanleg ráð varðandi uppbyggingu fjárfestakynningar sem heillar. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Þórey V. Proppe, stofnandi Öldu og Arna Þorsteinsdóttir.
Þórey V. Proppe, stofnandi Öldu og Arna Þorsteinsdóttir. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, Ragnhildur Ágústsdóttir og Jenna Björk Guðmundsdóttir.
Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, Ragnhildur Ágústsdóttir og Jenna Björk Guðmundsdóttir. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri Hopp, veitir innsýn í fyrirtækjarekstur.
Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri Hopp, veitir innsýn í fyrirtækjarekstur. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Jenna Björk Guðmundsdóttir og Magnús Daði Eyjólfsson um lyftukynningar.
Jenna Björk Guðmundsdóttir og Magnús Daði Eyjólfsson um lyftukynningar. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Magnús Ingi Óskarsson frumkvöðlaafi og Sirrý Arnardóttir. Magnús hélt erindi …
Magnús Ingi Óskarsson frumkvöðlaafi og Sirrý Arnardóttir. Magnús hélt erindi um aðferðafræði nýsköpunar. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Pétur Orri Sæmundsen, stofnandi Sweeply, deildi dýrmætum lærdómi um hvað …
Pétur Orri Sæmundsen, stofnandi Sweeply, deildi dýrmætum lærdómi um hvað þarf til að byggja upp arðbæra vöru. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Ef það væri auðvelt að stofna fyrirtæki og koma með …
Ef það væri auðvelt að stofna fyrirtæki og koma með viðskiptahugmyndir væru líklega allir að því líkt og segir á glærunni. Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
mbl.is