Íbúar í Panama eru ekki sáttir með komu Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til landsins.
Íbúar í Panama eru ekki sáttir með komu Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til landsins.
Íbúar í Panama eru ekki sáttir með komu Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til landsins.
Rubio lenti í Panama í gær, en hann er kominn til landsins til að vekja máls á kröfum Donalds Trumps forseta um Panamaskurðinn. Trump vill sölsa undir sig Panamaskurðinn. Hann útilokar ekki að beita hernum til að ná skurðinum.
Panamaskurðurinn var kláraður af Bandaríkjunum árið 1914 og hafði landið öll yfirráð yfir skurðinum á árunum 1977 til 1999 en þá færðist allt yfirráð yfir til Panama.
Rubio er í sinni fyrstu útlandaferð sem utanríkisráðherra. Hann mun ferðast til fjögurra annarra ríkja í Rómönsku Ameríku. Í Panama mun hann ferðast um Panamaskurðinn og hitta forsetann Jose Raul Mulino.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði eru íbúar í Panama ekki spenntir fyrir áformum Trumps. Hafa íbúar mótmælt komu Rubio til landsins og meðal annars brennt bandaríska fánann.