Mótmæla komu utanríkisráðherrans

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 2. febrúar 2025

Mótmæla komu utanríkisráðherrans

Íbúar í Panama eru ekki sáttir með komu Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til landsins.

Mótmæla komu utanríkisráðherrans

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 2. febrúar 2025

Íbúar í Panama eru ekki sáttir með komu Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til landsins.

Íbúar í Panama eru ekki sáttir með komu Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til landsins.

Rubio lenti í Panama í gær, en hann er kominn til landsins til að vekja máls á kröfum Donalds Trumps forseta um Panamaskurðinn. Trump vill sölsa undir sig Panamaskurðinn. Hann úti­lokar ekki að beita hern­um til að ná skurðinum.

Pana­maskurður­inn var kláraður af Banda­ríkj­un­um árið 1914 og hafði landið öll yf­ir­ráð yfir skurðinum á ár­un­um 1977 til 1999 en þá færðist allt yf­ir­ráð yfir til Panama.

Rubio er í sinni fyrstu útlandaferð sem utanríkisráðherra. Hann mun ferðast til fjögurra annarra ríkja í Rómönsku Ameríku. Í Panama mun hann ferðast um Panamaskurðinn og hitta forsetann Jose Raul Mulino.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði eru íbúar í Panama ekki spenntir fyrir áformum Trumps. Hafa íbúar mótmælt komu Rubio til landsins og meðal annars brennt bandaríska fánann.

Rubio lenti í Panama í gær.
Rubio lenti í Panama í gær. AFP/Mark Schiefelbein/Pool
mbl.is