Verðlaunahús sem teiknað var af Björgvini Halldórssyni arkitekt var auglýst til sölu vorið 2024. Húsið er einstakt fyrir margar sakir, ekki bara fyrir smart hönnun. Það stendur á fögrum útsýnisstað í Kópavogi. Húsið er 413 fm að stærð og var reist 2014. Það er á tveimur hæðum og hefur að geyma helstu þægindi sem nútímafólk sækist eftir að hafa í nærumhverfi sínu.
Verðlaunahús sem teiknað var af Björgvini Halldórssyni arkitekt var auglýst til sölu vorið 2024. Húsið er einstakt fyrir margar sakir, ekki bara fyrir smart hönnun. Það stendur á fögrum útsýnisstað í Kópavogi. Húsið er 413 fm að stærð og var reist 2014. Það er á tveimur hæðum og hefur að geyma helstu þægindi sem nútímafólk sækist eftir að hafa í nærumhverfi sínu.
Verðlaunahús sem teiknað var af Björgvini Halldórssyni arkitekt var auglýst til sölu vorið 2024. Húsið er einstakt fyrir margar sakir, ekki bara fyrir smart hönnun. Það stendur á fögrum útsýnisstað í Kópavogi. Húsið er 413 fm að stærð og var reist 2014. Það er á tveimur hæðum og hefur að geyma helstu þægindi sem nútímafólk sækist eftir að hafa í nærumhverfi sínu.
Húsið hlaut viðurkenningu umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs 2016 fyrir hönnun. Björn Jóhannsson landslagsarkitekt hannaði lóðina í kringum húsið en þar er að finna verandir, skjólveggi og heitan pott svo einhver þægindi séu nefnd.
Þegar inn í húsið kemur tekur við heill heimur með ýmsum skemmtilegilegum smáatriðum sem vert er að veita athygli. Innanhússarkitektinn Hanna Stína hannaði húsið að innan en umfjöllun um það birtist á Smartlandi 2016.
Nú hefur húsið verið selt á 324.000.000 kr. Nýir eigendur eru Hilmar Kjartansson og Svava Kristinsdóttir. Hann er bráðalæknir og hún heilbrigðisverkfræðingur. Þau keyptu húsið af Lilju Björgu Guðmundsdóttur.
Hjónin Hilmar og Svava eru meðstofnendur Kerecis og högnuðust um 2,5 milljarða þegar félagið var selt. Viðskiptablaðið greindi frá því.
Smartland óskar hjónunum til hamingju með þetta fallega hús!