Áslaug Arna klæddist sjö ára gamalli útsöludragt

Fatastíllinn | 3. febrúar 2025

Áslaug Arna klæddist sjö ára gamalli útsöludragt

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins leggur upp úr því að vera vel til höfð og fín til fara, bæði í vinnu og einkalífi. Það kom því ekkert á óvart að hún hafi verið óaðfinnanleg í tauinu þegar hún tilkynnti framboð sitt til formanns flokksins sem fram fór í Sjálfstæðissalnum á dögunum. Áslaug Arna skartaði blárri dragt og var í ljósum toppi innan undir. 

Áslaug Arna klæddist sjö ára gamalli útsöludragt

Fatastíllinn | 3. febrúar 2025

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tilkynnti framboð sitt í Sjálf­stæðissaln­um og klæddist …
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tilkynnti framboð sitt í Sjálf­stæðissaln­um og klæddist sjö ára gamalli dragt við það tilefni. mbl.is/Hákon

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins leggur upp úr því að vera vel til höfð og fín til fara, bæði í vinnu og einkalífi. Það kom því ekkert á óvart að hún hafi verið óaðfinnanleg í tauinu þegar hún tilkynnti framboð sitt til formanns flokksins sem fram fór í Sjálfstæðissalnum á dögunum. Áslaug Arna skartaði blárri dragt og var í ljósum toppi innan undir. 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins leggur upp úr því að vera vel til höfð og fín til fara, bæði í vinnu og einkalífi. Það kom því ekkert á óvart að hún hafi verið óaðfinnanleg í tauinu þegar hún tilkynnti framboð sitt til formanns flokksins sem fram fór í Sjálfstæðissalnum á dögunum. Áslaug Arna skartaði blárri dragt og var í ljósum toppi innan undir. 

Dragtin er þó ekki alveg ný af nálinni því Áslaug Arna keypti hana fyrir sjö árum á Kastrup flugvelli í Danmörku. Dragtin er frá Day Birger et Mikkelsen sem er danskt gæðamerki og var á útsölu þegar hún var keypt. Efnið er með fínlegu munstri sem gefur meiri svip. 

Tískumerkið var stofnað í Kaupmannahöfn árið 1997 og var markmiðið að ýta undir það að konur gætu verið smart til fara. Mikið lagt upp úr góðum efnum og sniðum sem skiptir svo sannarlega máli í lífi þeirra sem vilja ná lengra.  

Hérlendis er hægt að kaupa hönnunina hérlendis í verslunum NTC en eins og dragt Áslaugar Örnu sannar búa fötin fyrir tímalausum elegans! 

Hér fyrir neðan er hægt að skoða myndir af viðburðinum: 

Dragtin er vel sniðin og úr góðum efnum.
Dragtin er vel sniðin og úr góðum efnum. mbl.is/Hákon
mbl.is