Danmörk einn mikilvægasti bandamaður Bandaríkjanna

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 3. febrúar 2025

Danmörk einn mikilvægasti bandamaður Bandaríkjanna

Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, áréttaði að Danir væru einu mikilvægustu og bestu bandamenn Bandaríkjanna, er hún ræddi við blaðamenn í Brussel í dag.

Danmörk einn mikilvægasti bandamaður Bandaríkjanna

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 3. febrúar 2025

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. AFP

Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, áréttaði að Danir væru einu mikilvægustu og bestu bandamenn Bandaríkjanna, er hún ræddi við blaðamenn í Brussel í dag.

Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, áréttaði að Danir væru einu mikilvægustu og bestu bandamenn Bandaríkjanna, er hún ræddi við blaðamenn í Brussel í dag.

Þetta sagði forsætisráðherrann eftir að J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sagði Dani ekki koma fram eins og góðir bandamenn.

„Við höfum barist við hlið Bandaríkjamanna í marga áratugi. Við erum einn af mikilvægustu og bestu bandamönnum Bandaríkjanna og þess vegna vil ég ekki að Danmörk verði skilgreind sem slæmur bandamaður,“ segir Frederiksen við blaðamenn í Brussel.

45 mínútna símtal

Grænlandskrafa Bandaríkjanna hefur vakið ugg meðal Dana. Und­an­farna daga hafa emb­ætt­is­menn Dana og innan Evrópusambandsins áttað sig á því að fólk ætti að líta málið al­var­leg­um aug­um.

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Frederik­sen ræddu sam­an í síma í um 45 mín­út­ur í síðasta mánuði. Því hef­ur verið lýst að mönn­um hafi verið heitt í hamsi og að neyðarástand hafi skap­ast í dönsk­um stjórn­mál­um.

Trump hef­ur hótað að leggja tolla á Dani og hef­ur ekki úti­lokað að beita hervaldi til að ná Græn­landi á sitt vald.

mbl.is