Franska kvikmyndastjarnan Noémie Merlant dvaldi í Reykjavík í tilefni frönsku kvikmyndahátíðarinnar, sem fram fór í Bíó Paradís.
Franska kvikmyndastjarnan Noémie Merlant dvaldi í Reykjavík í tilefni frönsku kvikmyndahátíðarinnar, sem fram fór í Bíó Paradís.
Franska kvikmyndastjarnan Noémie Merlant dvaldi í Reykjavík í tilefni frönsku kvikmyndahátíðarinnar, sem fram fór í Bíó Paradís.
Merlant kom til landsins til að vera viðstödd frumsýningu myndar sinnar The Balconettes (Les femmes au balcon), sem hún bæði leikstýrir og fer með eitt aðalhlutverkanna í. Sýningin var vel sótt og húsfyllir á viðburðinum.
Eftir sýninguna lá leiðin á Tölt á Reykjavík Edition þar sem skálað var fyrir myndinni. Aðstandendur hátíðarinnar, Bíó Paradís, franska sendiráðið á Íslandi og Alliance Française í Reykjavík voru á svæðinu og var gestum boðið upp á ljúffenga gin-kokteila frá íslenska brugghúsinu Og Natura.
Ívar Pétur úr FM Belfast sá um að þeyta skífum.
The Balconettes er önnur kvikmynd Merlant í leikstjórastólnum og fékk hún lofsamlega dóma en gagnrýnandi Morgunblaðsins gaf henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Þó að frönsku kvikmyndahátíðinni sé nú lokið, verður The Balconettes áfram á dagskrá í Bíó Paradís, ásamt frönsku kvikmyndunum A Little Something Extra og Greifinn af Monte Cristo.
Noémie Merlant, þekkt fyrir hlutverk sín í Portrait of a Lady on Fire, Heaven Will Wait, Emmanuelle og TÁR, var heilluð af Íslandi. Hún ferðaðist með unnusta sínum, leikaranum Emanuele Carfora m.a. um Suðurland, þar sem þau skoðuðu Gullfoss og Geysi í tilburðar miklum vetrarham.