Frá og með deginum í dag mun kanadíska fylkið Ontario meina bandarískum fyrirtækjum að ganga að samningum við sveitarfélög í fylkinu.
Frá og með deginum í dag mun kanadíska fylkið Ontario meina bandarískum fyrirtækjum að ganga að samningum við sveitarfélög í fylkinu.
Frá og með deginum í dag mun kanadíska fylkið Ontario meina bandarískum fyrirtækjum að ganga að samningum við sveitarfélög í fylkinu.
Fylkið er það fjölmennasta í landinu og hýsir Toronto og höfuðborgina Ottawa.
Fylkisstjórinn Doug Ford sagði þetta nú fyrir stundu og segir bannið munu gilda þar til Bandaríkin fella niður þá tolla sem forsetinn Donald Trump skipaði fyrir um fyrir helgi.
Ford bendir á að stjórnvöld í Ontario og stofnanir á vegum þeirra verji 30 milljörðum dala á hverju ári í innkaup, samhliða 200 milljarða dala átaki um uppbyggingu í fylkinu.
Fyrirtæki handan landamæranna muni nú verða af tugum milljarða dala í tekjur.
„Þau geta einungis kennt Trump forseta um það,“ segir Ford.
„Við ætlum að stíga skrefi lengra. Við munum rifta samningi fylkisins við Starlink,“ bætir hann við og vísar til fyrirtækis í eigu Elons Musk, eins helsta bakhjarls Trumps.
„Ontario ætlar ekki að stunda viðskipti við fólk sem hefur einsett sér að rústa efnahagnum okkar,“ skrifar Ford í tísti á X.
„Kanada hóf ekki þennan slag við Bandaríkin, en sannið þið til – við erum reiðubúin að vinna hann.“