Tilkynnir ákvörðun sína í beinni útsendingu

Tilkynnir ákvörðun sína í beinni útsendingu

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun í kvöld tilkynna um næstu skref hjá sér. Hefur hann verið sterklega orðaður við formannsframboð í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi í lok mánaðar. 

Tilkynnir ákvörðun sína í beinni útsendingu

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 | 3. febrúar 2025

Guðlaugur Þór mætir í Kastljós í kvöld.
Guðlaugur Þór mætir í Kastljós í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun í kvöld tilkynna um næstu skref hjá sér. Hefur hann verið sterklega orðaður við formannsframboð í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi í lok mánaðar. 

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun í kvöld tilkynna um næstu skref hjá sér. Hefur hann verið sterklega orðaður við formannsframboð í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi í lok mánaðar. 

Guðlaugur segir á Facebook-síðu sinni að hann verði í Kastljósi Ríkisútvarpsins klukkan 19.35 þar sem hann ætli sér að tilkynna um næstu skref í beinni útsendingu.

Einn hefur tilkynnt um framboð í formennsku í Sjálfstæðisflokknum og það er þingmaðurinn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur einnig verið sterklega orðuð við formannsframboð. 

mbl.is