Djömmuðu í heilan sólarhring

Áhrifavaldar | 5. febrúar 2025

Djömmuðu í heilan sólarhring

TikTok-stjarnan og áhrifavaldurinn Alix Earle lét ekki sitt eftir liggja þegar hún skipulagði ógleymanlegt afmælispartý fyrir bestu vinkonu sína, Sally. Þemað var 24 klukkustunda partý sem speglaði aldurinn hennar Sally. Hugmyndin var innblásin af Margot Robbie, sem áður hélt svipaða veislu þegar hún fagnaði sínum 24 ára afmælisdegi.

Djömmuðu í heilan sólarhring

Áhrifavaldar | 5. febrúar 2025

TikTok-stjarnan og áhrifavaldurinn Alix Earle.
TikTok-stjarnan og áhrifavaldurinn Alix Earle. Skjáskot/Instagram

TikTok-stjarnan og áhrifavaldurinn Alix Earle lét ekki sitt eftir liggja þegar hún skipulagði ógleymanlegt afmælispartý fyrir bestu vinkonu sína, Sally. Þemað var 24 klukkustunda partý sem speglaði aldurinn hennar Sally. Hugmyndin var innblásin af Margot Robbie, sem áður hélt svipaða veislu þegar hún fagnaði sínum 24 ára afmælisdegi.

TikTok-stjarnan og áhrifavaldurinn Alix Earle lét ekki sitt eftir liggja þegar hún skipulagði ógleymanlegt afmælispartý fyrir bestu vinkonu sína, Sally. Þemað var 24 klukkustunda partý sem speglaði aldurinn hennar Sally. Hugmyndin var innblásin af Margot Robbie, sem áður hélt svipaða veislu þegar hún fagnaði sínum 24 ára afmælisdegi.

@alixearle HOLY wish us luck 😭😭😭😭😭😭 #24hourparty @sally ♬ original sound - Alix Earle

Frá 19:00 til 19:00

Partýið hófst klukkan 19:00 í íbúð Earle í Miami þar sem hópurinn skálaði í kampavíni og naut kavíars. Þar var stemningin sett fyrir komandi ævintýri.

Eftir fordrykkina hélt hópurinn út að borða og þegar maturinn var búinn tók lúxuslimmósína við sem flutti hópinn á klúbb þar sem dans og tónlist réðu ríkjum.

@alixearle

Hour 4 here we go 👏🏻👏🏻👏🏻👏🏻👏🏻

♬ original sound - Alix Earle
@alixearle No one got one word right @sally ♬ We R Who We R - Ke$ha

Endurnýjun fyrir næsta ævintýri

Eftir klúbbaskemmtunina sneru þær aftur í íbúð Earle til að hvíla sig smá, endurnýja förðunina og hoppa í sturtu ef þörf krafði áður en haldið var í næsta ævintýri.

Dagpartý á bát og meira fjör

Til að toppa veisluna tóku þær bát til að komast á næsta áfangastað. Þar var haldið áfram að fagna afmælisdeginum áður en hópurinn hélt á vinsælan dagklúbb í Miami sem er þekktur fyrir lifandi stemningu allan daginn.

Earle var dugleg að deila öllu á TikTok, þar sem fylgjendur hennar fengu lifandi uppfærslur frá þessu afmælispartýi.

@alixearle Sally’s hoes hour 20/24 👹👏🏻 @sally ♬ original sound - Thomas Higgins
@alixearle The last 4 standing (7pm to 7pm) @sally @Ashtin Earle @kristin konefal ♬ original sound - Alix Earle



mbl.is