Louisa Jacobson, leikkona og yngsta barn Meryl Streep, segist hafa fengið mikinn stuðning þegar hún kom út úr skápnum í fyrra en hún opinberaði samband sitt og kærustu sinnar, Önnu Blundell, í júní 2024.
Louisa Jacobson, leikkona og yngsta barn Meryl Streep, segist hafa fengið mikinn stuðning þegar hún kom út úr skápnum í fyrra en hún opinberaði samband sitt og kærustu sinnar, Önnu Blundell, í júní 2024.
Louisa Jacobson, leikkona og yngsta barn Meryl Streep, segist hafa fengið mikinn stuðning þegar hún kom út úr skápnum í fyrra en hún opinberaði samband sitt og kærustu sinnar, Önnu Blundell, í júní 2024.
Í viðtali við tímaritið People á laugardag, á viðburði Human Right Campaign (HRC), sagðist hin 33 ára Jacobson vera þakklát fyrir stuðninginn. Hún er yngsta barn Streep og Don Gummer og gengur undir fornafni og millinafni.
Hún hlaut viðurkenningu frá HRC, sem eru stærstu réttindasamtök samkyn- og tvíkynhneigðra, transfólks og hinsegin fólks, fyrir áhrifin sem hún hefur á málstað samtakanna bæði á og frá skjánum.
„Ég er svo þakklát HRC og hissa því ég er svo nýkomin út,“ sagði hún í viðtalinu. Í ræðu sinni á viðburðinum sagði hún hve mikilvægt væri, sem leikari, að fella grímuna og vera hún sjálf. Það sama ætti við um lífið: „Stundirnar sem við fellum grímuna og leyfum okkur að sjást, þetta eru stundirnar sem við virkilega tengjumst öðrum.“