Engin útköll hafa borist til slysavarnarfélagsins Landsbjargar en slysavarnarfélög um land allt eru þó vel á verði.
Engin útköll hafa borist til slysavarnarfélagsins Landsbjargar en slysavarnarfélög um land allt eru þó vel á verði.
Engin útköll hafa borist til slysavarnarfélagsins Landsbjargar en slysavarnarfélög um land allt eru þó vel á verði.
Veðurstofan hefur varað við ofsaveðri og hafa rauðar viðvaranir nú verið gefnar út fyrir meirihluta landsins.
Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við mbl.is að enn hafi engin útköll borist vegna veðurs.
„En það eru allir meðvitaðir um hvað við erum að sigla inn í.“
Hann segir jafnframt liðsmenn slysavarnarfélagsins vera vel undirbúna fyrir það sem koma skal.
Rauð viðvörun mun taka gildi fyrir höfuðborgarsvæðið klukkan 16 í dag, þar sem foktjón er sagt mjög líklegt og að hættulegt geti verið að vera á ferð utandyra.