Fagnar lækkun en hefur einnig áhyggjur

Vextir á Íslandi | 5. febrúar 2025

Fagnar lækkun en hefur einnig áhyggjur

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir lækkun stýrivaxta fagnaðarefni. Það sé hins vegar áhyggjuefni að vegið sé að stöðugleika með verkfallsaðgerðum opinberra starfsmanna.

Fagnar lækkun en hefur einnig áhyggjur

Vextir á Íslandi | 5. febrúar 2025

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir lækkun stýrivaxta fagnaðarefni. Það sé hins vegar áhyggjuefni að vegið sé að stöðugleika með verkfallsaðgerðum opinberra starfsmanna.

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir lækkun stýrivaxta fagnaðarefni. Það sé hins vegar áhyggjuefni að vegið sé að stöðugleika með verkfallsaðgerðum opinberra starfsmanna.

Þetta segir Sigríður í samtali við mbl.is.

Launahækkanir langt umfram efnahagslegt svigrúm

Innt eftir viðbrögðum við lækkun stýrivaxta segir Sigríður lækkunina vera í takt við minni verðbólgu og verðbólguvæntingar.

„Það er hins vegar áhyggjuefni að það sé vegið að stöðugleika með verkfallsaðgerðum opinberra starfsmanna til þess að knýja fram launahækkanir sem við vitum að eru langt umfram efnahagslegt svigrúm.“

Nærri helmingur ríkisútgjalda tengist launum

Segir Sigríður það einnig áhyggjuefni að ný ríkisstjórn sé að styðja við og ýta undir slíka umframkeyrslu með yfirlýsingum sínum á sama tíma og kallað er eftir hagræðingartillögum.

Þeir sem vinni að tillögum til ríkisstjórnarinnar um leyfi til þess að hagræða í opinberum rekstri viti að það sé tómt mál að tala um hagræðingu án þess að einblína á launakostnað og launaþróun í landinu.

„Vegna þess að nærri helmingur ríkisútgjalda tengist launum. Þetta er annars vegar beinn launakostnaður sem er u.þ.b. 21% af ríkisútgjöldum og hins vegar eru þetta bætur almannatrygginga sem á nú illu heilli að tengja við launavísitöluna,“ segir Sigríður og bætir við:

„Þannig þetta er svona gott vont.“

Segir Sigríður að það sem þurfi að gerast núna sé að deiluaðilar gangi frá kjarasamningum sem séu í takt við efnahagslegt svigrúm til launahækkana.

mbl.is