Guðrún boðar til fundar

Guðrún Hafsteinsdóttir boðar til fundar

Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur boðað til fundar í Salnum í Kópavogi klukkan 14 á laugardag. Þar segist hún ætla að ræða við fundargesti en hún hefur sterklega verið orðuð við framboð til formanns flokksins.

Guðrún Hafsteinsdóttir boðar til fundar

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 | 5. febrúar 2025

Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. mbl.is/Árni Sæberg

Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur boðað til fundar í Salnum í Kópavogi klukkan 14 á laugardag. Þar segist hún ætla að ræða við fundargesti en hún hefur sterklega verið orðuð við framboð til formanns flokksins.

Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur boðað til fundar í Salnum í Kópavogi klukkan 14 á laugardag. Þar segist hún ætla að ræða við fundargesti en hún hefur sterklega verið orðuð við framboð til formanns flokksins.

„Nú styttist óðum í að sjálfstæðismenn komi saman á landsfundi til að skerpa á stefnu flokksins og velja sér nýja forystu. Þar munum við ræða um framtíðina, frelsi einstaklingsins og hvernig við tryggjum sterkt og frjálst samfélag til hagsbóta fyrir alla landsmenn,“ segir í tilkynningu frá Guðrúnu.

Samtal á tímamótum

„Fyrir fjórum árum, eftir áratuga starf í atvinnulífinu, fann ég köllun til að bjóða fram krafta mína í þeirri viðleitni að móta íslenskt samfélag. Sú vegferð hefur verið krefjandi, lærdómsrík og gefandi. Ég hef notið hverrar stundar og hef lagt mig fram um að standa vörð um þau grunngildi sem við sjálfstæðismenn trúum á – frelsi, jafnrétti og rétt einstaklinga til að nýta krafta sína til fulls,“ segir í tilkynningunni.

„Á þessum tímamótum í Sjálfstæðisflokknum tel ég rétt að taka samtal við flokksfélaga mína og boða ég til fundar í Salnum í Kópavogi á laugardaginn kemur, 8 febrúar, klukkan 14.00.“

mbl.is