Ekki er hægt að útiloka að krapaflóð falli á Austurlandi á meðan það illviðri gengur yfir sem spáð er. Ekki er þó hætta á slíku í byggð að mati Veðurstofu.
Ekki er hægt að útiloka að krapaflóð falli á Austurlandi á meðan það illviðri gengur yfir sem spáð er. Ekki er þó hætta á slíku í byggð að mati Veðurstofu.
Ekki er hægt að útiloka að krapaflóð falli á Austurlandi á meðan það illviðri gengur yfir sem spáð er. Ekki er þó hætta á slíku í byggð að mati Veðurstofu.
Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi, þar sem biðlað er til fólks á Suðausturlandi að sýna aðgát kringum vatnsfarvegi, forðast að dvelja í bröttum hlíðum og fylgjast vel með spám og viðvörunum meðan veðrið gengur yfir.
Vegna vindstyrks eru íbúar hvattir til að gæta vel að því að koma lausamunum í skjól og að bátar í höfnum séu tryggilega festir.
Ekkert ferðaveður verður í fjórðungnum meðan veðrið gengur yfir.
Íbúar eru hvattir til að fylgjast vel með fréttum af veðri og færð. Þá er tilkynninga að vænta á heimasíðum sveitarfélaga varðandi meðal annars skólahald á morgun.