Mahmud Abbas, forseti Palestínu, hafnar tillögum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að íbúar Gasa verði fluttir á brott og að Bandaríkin taki yfir svæðið.
Mahmud Abbas, forseti Palestínu, hafnar tillögum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að íbúar Gasa verði fluttir á brott og að Bandaríkin taki yfir svæðið.
Mahmud Abbas, forseti Palestínu, hafnar tillögum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að íbúar Gasa verði fluttir á brott og að Bandaríkin taki yfir svæðið.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu Abbas en forsetinn og fleiri palestínskir leiðtogar hafna þessum tillögum Trumps og segja að lögmæt réttindi Palestínumanna séu ekki samningsatriði.
Frelsissamtök Palestínu, bandalag fylkinga undir forystu Abbas og Hamas-samtökin, hafa einnig fordæmt tillögu Trumps um að flytja eigi íbúa Gasa til Egyptalands eða Jórdaníu.
Í yfirlýsingu frá Hamas-samtökunum segir að tillaga Trumps sé herská og muni ekki verða til þess að koma stöðugleika á í Gasa heldur sé hún aðeins til að hella olíu á eldinn.
Trump lagði það til á fundi hans með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í gær að íbúum Gasasvæðisins verði varanlega komið fyrir á öðru landsvæði utan stríðshrjáða svæðisins á Gasa.