Leiðtogi Palestínu hafnar tillögum Trumps

Ísrael/Palestína | 5. febrúar 2025

Leiðtogi Palestínu hafnar tillögum Trumps

Mahmud Abbas, forseti Palestínu, hafnar tillögum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að íbúar Gasa verði fluttir á brott og að Bandaríkin taki yfir svæðið.

Leiðtogi Palestínu hafnar tillögum Trumps

Ísrael/Palestína | 5. febrúar 2025

Mahmud Abbas, forseti Palestínu.
Mahmud Abbas, forseti Palestínu. AFP

Mahmud Abbas, forseti Palestínu, hafnar tillögum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að íbúar Gasa verði fluttir á brott og að Bandaríkin taki yfir svæðið.

Mahmud Abbas, forseti Palestínu, hafnar tillögum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að íbúar Gasa verði fluttir á brott og að Bandaríkin taki yfir svæðið.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu Abbas en forsetinn og fleiri palestínskir leiðtogar hafna þessum tillögum Trumps og segja að lögmæt réttindi Palestínumanna séu ekki samningsatriði.

Aðeins til að hella olíu á eldinn

Frelsissamtök Palestínu, bandalag fylkinga undir forystu Abbas og Hamas-samtökin, hafa einnig fordæmt tillögu Trumps um að flytja eigi íbúa Gasa til Egyptalands eða Jórdaníu.

Í yfirlýsingu frá Hamas-samtökunum segir að tillaga Trumps sé herská og muni ekki verða til þess að koma stöðugleika á í Gasa heldur sé hún aðeins til að hella olíu á eldinn.

Trump lagði það til á fundi hans með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í gær að íbúum Gasasvæðisins verði varanlega komið fyrir á öðru landsvæði utan stríðshrjáða svæðisins á Gasa.

mbl.is