Öllum ferðum eftir hádegi aflýst

Veður | 5. febrúar 2025

Öllum ferðum eftir hádegi aflýst

Icelandair hefur aflýst öllum flugferðum innanlands eftir hádegi vegna vonskuveðurs. Þá er búið að flýta för á einu flugi.

Öllum ferðum eftir hádegi aflýst

Veður | 5. febrúar 2025

Einni flugferð til Akureyrar hefur verið flýtt um tvo tíma …
Einni flugferð til Akureyrar hefur verið flýtt um tvo tíma vegna veðurs. mbl.is/Sigurður Bogi

Icelandair hefur aflýst öllum flugferðum innanlands eftir hádegi vegna vonskuveðurs. Þá er búið að flýta för á einu flugi.

Icelandair hefur aflýst öllum flugferðum innanlands eftir hádegi vegna vonskuveðurs. Þá er búið að flýta för á einu flugi.

Þetta upplýsir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.

Flugferð flýtt um tvo tíma

Flugferðum til Akureyrar klukkan 15.30, Egilstaða klukkan 17.55 og Akureyrar klukkan 18.50 hefur öllum verið aflýst.

Búið er að flýta flugi til Akureyrar sem átti að fara klukkan 11.45 en fer þess í stað klukkan 9.45.

Þá hefur fyrirtækið aflýst 38 flugferðum til og frá landinu í dag en sömuleiðis hefur flugfélagið Play aflýst öllum áætlunarferðum sínum frá Keflavík nema þremur.

mbl.is