Óvissustigi almannavarna lýst yfir

Veður | 5. febrúar 2025

Óvissustigi almannavarna lýst yfir

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna þess veðurs sem spáð er næsta sólarhringinn.

Óvissustigi almannavarna lýst yfir

Veður | 5. febrúar 2025

Appelsínugular viðvaranir Veðurstofu ná yfir landið allt.
Appelsínugular viðvaranir Veðurstofu ná yfir landið allt. Kort/Veðurstofa Íslands

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna þess veðurs sem spáð er næsta sólarhringinn.

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna þess veðurs sem spáð er næsta sólarhringinn.

Óvissustigið er sagt munu gilda frá og með kl. 12 í dag og þar til veðrið gengur niður á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar.

Tekið er fram í yfirlýsingunni að veðrið geti valdið miklum samfélagslegum áhrifum og tjóni. Einnig geti það haft mikil áhrif á þjónustu, innviði og samgöngur á landi og í lofti.

Næsta sólarhringinn sé ekkert ferðaverður og er fólk beðið um að fylgjast vel með á vef Veðurstofunnar. Þá er farið yfir líkleg áhrif veðursins:

  • Samfélagsleg áhrif á almenning
  • Ekkert ferðaveður
  • Raskanir á samgöngum
  • Foktjón líklegt
  • Útlit fyrir vatnavexti
  • Snjókoma og skafrenningur með lélegu skyggni á ákveðnum stöðum á landinu
mbl.is