Rauðar viðvaranir hafa nú verið gefnar út fyrir meirihluta landsins vegna þess ofsaveðurs sem spáð er á næsta sólarhring.
Rauðar viðvaranir hafa nú verið gefnar út fyrir meirihluta landsins vegna þess ofsaveðurs sem spáð er á næsta sólarhring.
Rauðar viðvaranir hafa nú verið gefnar út fyrir meirihluta landsins vegna þess ofsaveðurs sem spáð er á næsta sólarhring.
Rauð viðvörun tekur einnig gildi fyrir höfuðborgarsvæðið klukkan 16 í dag, þar sem foktjón er sagt mjög líklegt og að hættulegt geti verið að vera á ferð utandyra.
Gildir sú viðvörun til klukkan 19 en tekur svo aftur gildi klukkan 8 í fyrramálið.
Í millitíðinni gildir appelsínugul viðvörun.
„Það verður fært yfir á rautt síðdegis og fram á kvöld. Svo mun draga úr veðrinu um tíma í nótt,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
„Svo verður endurtekið efni aftur í fyrramálið. Klukkan 8 í fyrramálið verður þetta komið aftur um mestallt land. Seinni partinn á morgun mun veðrinu slota.“
Uppfært: