Ríkissáttasemjari boðar formann KÍ á sinn fund

Kjaraviðræður | 5. febrúar 2025

Ríkissáttasemjari boðar formann KÍ á sinn fund

Ríkissáttasemjari hefur boðað Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambands Íslands, á sinn fund klukkan 13.30 í dag. Ekki er um formlegan samningafund að ræða.

Ríkissáttasemjari boðar formann KÍ á sinn fund

Kjaraviðræður | 5. febrúar 2025

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkissáttasemjari hefur boðað Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambands Íslands, á sinn fund klukkan 13.30 í dag. Ekki er um formlegan samningafund að ræða.

Ríkissáttasemjari hefur boðað Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambands Íslands, á sinn fund klukkan 13.30 í dag. Ekki er um formlegan samningafund að ræða.

„Við erum auðvitað alltaf að funda, en það er ekki boðaður formlegur samningafundur í kjaradeilu grunnskólakennara í dag,“ segir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í samtali við mbl.is. Það séu alltaf samtöl í gangi á milli aðila þó þau séu ekki á formlegum nótum.

„Við erum ennþá að reyna að fóta okkur á því hvernig við getum leyst úr þessu. Við erum að vinna alveg á fullu. Við erum ákveðin í að reyna að ná þessu saman en hvað það tekur langan tíma, veit ég ekki.“

Sérfundir í kjaradeilu framhaldsskólakennara

Ástráður segir Magnús einnig eiga fundi með fulltrúum gagnaðila í deilunni. Hann ítrekar að ekki sé um formlega samningafundi að ræða og að samninganefndirnar séu ekki allar boðaðar.

„Þetta eru lausnamiðaðir, jákvæðir og fámennari fundir,“ segir hann.

Í gær og í dag hafa líka verið haldnir sérfundir í kjaradeilu ríkisins og framhaldsskólakennara.

Ríkissáttasemjari kveðst gera ráð fyrir að þeim fundum verði haldið áfram.

Í gær hvatti Ástráður deiluaðila til að hætta „hnútukasti í fjölmiðlum“ og einbeita sér frekar að því að efla samningsviljann. Hann segist ekki hafa orðið var við annað en að allir hafi tekið jákvætt í þau tilmæli.

mbl.is