Skert þjónusta vegna veðurs

Veður | 5. febrúar 2025

Skert þjónusta vegna veðurs

Viðbúið er að þjónusta Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins skerðist vegna veðurs og álags á þá starfsmenn sem þó verða að störfum, að því er segir í fréttatilkynningu.

Skert þjónusta vegna veðurs

Veður | 5. febrúar 2025

Viðbúið er að þjónusta Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins skerðist vegna veðurs.
Viðbúið er að þjónusta Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins skerðist vegna veðurs. mbl.is/Arnþór Birkisson

Viðbúið er að þjónusta Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins skerðist vegna veðurs og álags á þá starfsmenn sem þó verða að störfum, að því er segir í fréttatilkynningu.

Viðbúið er að þjónusta Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins skerðist vegna veðurs og álags á þá starfsmenn sem þó verða að störfum, að því er segir í fréttatilkynningu.

Á það sérstaklega við um Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem sinnir vitjunum í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði.

Þrátt fyrir veður mun hópur starfsfólks sinna þeim vitjunum sem ekki mega bíða. Búast má því við að tímasetningar heimsókna raskist í kvöld og í fyrramálið.

Aðstandendur eru hvattir til að vera í sambandi við nákomna er fá þjónustu Heimahjúkrunar og láta þá vita að tímasetning þjónustunnar verði mögulega önnur en búist var við.

mbl.is