Sums staðar er spáð ofsaveðri

Veður | 5. febrúar 2025

Sums staðar er spáð ofsaveðri

Engar breytingar eru á veðurspánni og sunnan- og suðvestanstormur skellur á landinu eftir hádegi, fyrst á höfuðborgarsvæðinu upp úr klukkan 14.

Sums staðar er spáð ofsaveðri

Veður | 5. febrúar 2025

Vindaspáin á landinu kl. 16 í dag.
Vindaspáin á landinu kl. 16 í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Engar breytingar eru á veðurspánni og sunnan- og suðvestanstormur skellur á landinu eftir hádegi, fyrst á höfuðborgarsvæðinu upp úr klukkan 14.

Engar breytingar eru á veðurspánni og sunnan- og suðvestanstormur skellur á landinu eftir hádegi, fyrst á höfuðborgarsvæðinu upp úr klukkan 14.

Þetta segir Eiríkur Örn Jóhannsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is en Veðurstofan hefur gefið út appelsínugular viðvaranir fyrir allt landið í dag og munu þær gilda fram eftir degi á morgun.

Eiríkur segir að upp úr klukkan 14 í dag verði kominn um og yfir 20 m/s vindur vestanlands og svo bæti í vindinn næstu tvo klukkutímana eftir það og færist veðrið austur yfir allt landið.

„Veðrið gefur ekkert eftir. Það verður appelsínugul viðvörun fram eftir degi á morgun og allan daginn fram á kvöld á Austfjörðum og á Suðausturlandi,“ segir Eiríkur.

Illviðrið skellur fyrst á höfuðborgarsvæðinu upp úr klukkan 14 í …
Illviðrið skellur fyrst á höfuðborgarsvæðinu upp úr klukkan 14 í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hann segir að sums staðar megi búast við ofsaveðri en vindur geti víða orðið 30 m/s og hviðurnar þeim mun meiri eða allt að 50 m/s.

Lægðinni fylgi mikil rigning í flestum landshlutum en Norðausturlandið sleppi best við úrkomuna.

Í fyrramálið gangi í sunnanstorm eða rok með talsverðri rigningu en það dragi úr vindi og úrkomu þegar líði á daginn og annað kvöld verði kominn suðvestan strekkingur með éljum og kólnandi veðri. 

mbl.is