Sundlaugum, bókasöfnum og fleiru lokað vegna veðurs

Veður | 5. febrúar 2025

Sundlaugum, bókasöfnum og fleiru lokað vegna veðurs

Öllum starfsstöðvum menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar hefur verið lokað vegna veðurs. Undir það heyra sundlaugar, bókasöfn, listasöfn, frístundaheimili og skíðasvæði borgarinnar. 

Sundlaugum, bókasöfnum og fleiru lokað vegna veðurs

Veður | 5. febrúar 2025

Við Borgartún í dag.
Við Borgartún í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Öllum starfsstöðvum menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar hefur verið lokað vegna veðurs. Undir það heyra sundlaugar, bókasöfn, listasöfn, frístundaheimili og skíðasvæði borgarinnar. 

Öllum starfsstöðvum menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar hefur verið lokað vegna veðurs. Undir það heyra sundlaugar, bókasöfn, listasöfn, frístundaheimili og skíðasvæði borgarinnar. 

Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en þar segir að tekin verði ákvörðun um opnun eða áframhaldandi lokun á morgun.

Festi lausamuni og losi frá niðurföllum

„Önnur þjónusta á vegum borgarinnar gæti raskast í einhverjum tilfellum, ekki síst ef starfsfólk lendir í vandræðum með að koma sér á milli staða. Allra leiða verður hins vegar leitað til að takmarka áhrifin og þjónusta sem ekki má raskast verður í forgangi,“ segir í tilkynningunni. 

Biðlað er til forsjáraðila að fylgja börnum sínum úr skóla og frístundastarfi auk þess sem fólk er beðið um að festa lausamuni til að koma í veg fyrir foktjón.

Fólk er einnig beðið um að losa frá niðurföllum til þess að koma í veg fyrir vatnstjón. 

mbl.is