Svona hljóða rauðu viðvaranirnar

Veður | 5. febrúar 2025

Svona hljóða rauðu viðvaranirnar

Rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir nær allt landið, sem flestar taka gildi síðdegis í dag og svo aftur í fyrramálið, og ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna.

Svona hljóða rauðu viðvaranirnar

Veður | 5. febrúar 2025

Rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir meirihluta landsins.
Rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir meirihluta landsins. Kort/Veðurstofa Íslands

Rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir nær allt landið, sem flestar taka gildi síðdegis í dag og svo aftur í fyrramálið, og ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna.

Rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir nær allt landið, sem flestar taka gildi síðdegis í dag og svo aftur í fyrramálið, og ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna.

En hvað ber að varast? Hér verður farið yfir efni rauðu viðvarananna samkvæmt því sem Veðurstofan hefur gefið út.

Hafa ber í huga að appelsínugular viðvaranir eru í gildi fram að þeim rauðu og einnig á milli. Nánari upplýsingar um efni þeirra fást á vef Veðurstofu.

Höfuðborgarsvæðið kl. 16-19 í dag og kl. 8-13 á morgun:

Sunnan 28-33 m/s og hvassara í vindstrengjum.

Talsverð rigning á köflum. Foktjón mjög líklegt og hættulegt getur verið að vera á ferð utandyra.

Ekkert ferðaveður.

Vatnavextir, áhlaðandi og ölduhæð

Suðurland kl. 16-20 í dag og kl. 8-13 á morgun:

Sunnan 28-33 m/s og hviður staðbundið yfir 45 m/s. Talsverð rigning á köflum. Foktjón mjög líklegt og hættulegt getur verið að vera á ferð utandyra.

Vatnavextir líklegir og raskanir á samgöngum líklegar. Ekkert ferðaveður. Búast má við miklum áhlaðanda og ölduhæð.

Faxaflói kl. 16-19 í dag:

Sunnan og suðvestan 28-33 m/s og hviður staðbundið yfir 50 m/s. Talsverð rigning á köflum.

Foktjón mjög líklegt og hættulegt getur verið að vera á ferð utandyra. Vatnavextir líklegir og raskanir á samgöngum líklegar. Ekkert ferðaveður.

Faxaflói kl. 8-13 á morgun:

Sunnan 28-33 m/s og hviður yfir 50 m/s. Rigning, talsverð um tíma.

Foktjón líklegt og útlit fyrir vatnavexti og raskanir á samgöngum. Ekkert ferðaveður.

Búast má við miklum áhlaðanda og ölduhæð.

Talsverð rigning og raskanir líklegar

Breiðafjörður kl. 16-19:

Sunnan og suðvestan 28-33 m/s og hviður staðbundið yfir 50 m/s. Talsverð rigning á köflum.

Foktjón mjög líklegt og hættulegt getur verið að vera á ferð utandyra. Vatnavextir líklegir og raskanir á samgöngum líklegar. Ekkert ferðaveður.

Strandir og Norðurland vestra kl. 16-20:

Sunnan og suðvestan 28-33 m/s og hviður staðbundið yfir 50 m/s. Talsverð rigning á köflum.

Foktjón mjög líklegt og hættulegt getur verið að vera á ferð utandyra. Vatnavextir líklegir og raskanir á samgöngum líklegar. Ekkert ferðaveður.

Strandir og Norðurland vestra kl. 10-15 á morgun:

Sunnan 28-33 m/s og hviður yfir 50 m/s. Rigning, talsverð um tíma.

Foktjón líklegt og útlit fyrir vatnavexti og raskanir á samgöngum. Ekkert ferðaveður.

Foktjón líklegt

Norðurland eystra kl. 17-22:

Sunnan og suðvestan 28-33 m/s og hviður staðbundið yfir 50 m/s. Talsverð rigning á köflum.

Foktjón mjög líklegt og hættulegt getur verið að vera á ferð utandyra.

Vatnavextir líklegir og raskanir á samgöngum líklegar. Ekkert ferðaveður.

Norðurland eystra kl. 10-16 á morgun:

Sunnan 28-33 m/s og hviður yfir 50 m/s. Rigning, talsverð um tíma.

Foktjón líklegt og útlit fyrir vatnavexti og raskanir á samgöngum. Ekkert ferðaveður.

Langar viðvaranir á Austurlandi

Austurland að Glettingi kl. 18-04 í kvöld og nótt:

Sunnan og suðvestan 28-33 m/s og hviður staðbundið yfir 50 m/s.

Foktjón mjög líklegt og hættulegt getur verið að vera á ferð utandyra. Raskanir á samgöngum líklegar. Ekkert ferðaveður.

Austurland að Glettingi kl. 8-17 á morgun:

Sunnan 28-33 m/s og hviður yfir 50 m/s. Rigning, talsverð um tíma. Foktjón líklegt og raskanir á samgöngum. Ekkert ferðaveður.

Austfirðir kl. 20-04 og kl. 7-18 á morgun:

Suðvestan 28-33 m/s og hviður staðbundið yfir 50 m/s. Talsverð rigning á köflum.

Foktjón mjög líklegt og hættulegt getur verið að vera á ferð utandyra. Vatnavextir líklegir og raskanir á samgöngum líklegar. Ekkert ferðaveður.

Mikill áhlaðandi og ölduhæð á Suðausturlandi

Suðausturland kl. 20-02 í kvöld og nótt:

Suðvestan 28-33 m/s og hviður staðbundið yfir 50 m/s. Talsverð rigning á köflum.

Foktjón mjög líklegt og hættulegt getur verið að vera á ferð utandyra. Vatnavextir líklegir og raskanir á samgöngum líklegar.

Ekkert ferðaveður. Búast má við miklum áhlaðanda og ölduhæð.

Miðhálendið kl. 17-01 og kl. 7-16:

Sunnan og suðvestan 28-35 m/s og hviður staðbundið yfir 55 m/s.

Talsverð rigning á köflum. Foktjón mjög líklegt og hættulegt getur verið að vera á ferð utandyra.

Vatnavextir líklegir og raskanir á samgöngum líklegar. Ekkert ferðaveður.

mbl.is