Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flytur stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar á Alþingi í kvöld. Fara fram umræður um hana í kjölfarið. Stefnuræðan hefst klukkan 19.40.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flytur stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar á Alþingi í kvöld. Fara fram umræður um hana í kjölfarið. Stefnuræðan hefst klukkan 19.40.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flytur stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar á Alþingi í kvöld. Fara fram umræður um hana í kjölfarið. Stefnuræðan hefst klukkan 19.40.
Umræðurnar munu skiptast í tvær umferðir. Forsætisráðherra hefur tólf mínútur til framsögu en í fyrri og seinni umferð hafa aðrir þingflokkar sex mínútur til að flytja mál sitt, að því er segir í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis.
Ræðumenn Samfylkingarinnar verða Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra í fyrri umferð og Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í seinni umferð.
Ræðumenn Sjálfstæðisflokksins verða Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, 1. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í fyrri umferð og Hildur Sverrisdóttir, 8. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í seinni umferð.
Fyrir Viðreisn tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í fyrri umferð og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, í seinni umferð.
Ræðumenn Miðflokksins verða Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 2. þingmaður Norðausturkjördæmis, í fyrri umferð og Sigríður Á. Andersen, 6. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í seinni umferð.
Ræðumenn Flokks fólksins verða Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í fyrri umferð og Ragnar Þór Ingólfsson, 5. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í seinni umferð.
Fyrir Framsóknarflokkinn tala Sigurður Ingi Jóhannsson, 10. þingmaður Suðurkjördæmis, í fyrri umferð og Stefán Vagn Stefánsson, 5. þingmaður Norðvesturkjördæmis, í seinni umferð.