„Þetta var nákvæmlega eins og í bíómynd“

Dagmál | 5. febrúar 2025

„Þetta var nákvæmlega eins og í bíómynd“

„Hlutirnir gerðust mjög hratt á þessum tíma, ég var að fara að skrifa undir hjá öðrum skóla en það dettur svo upp fyrir sig,“ sagði atvinnukylfingurinn og þrefaldi Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir í Dagmálum.

„Þetta var nákvæmlega eins og í bíómynd“

Dagmál | 5. febrúar 2025

„Hlutirnir gerðust mjög hratt á þessum tíma, ég var að fara að skrifa undir hjá öðrum skóla en það dettur svo upp fyrir sig,“ sagði atvinnukylfingurinn og þrefaldi Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir í Dagmálum.

„Hlutirnir gerðust mjög hratt á þessum tíma, ég var að fara að skrifa undir hjá öðrum skóla en það dettur svo upp fyrir sig,“ sagði atvinnukylfingurinn og þrefaldi Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir í Dagmálum.

Guðrún Brá, sem er þrítug, stendur á tímamótum á sínum ferli eftir að hafa tryggt sér takmarkaðan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á komandi keppnistímabili.

Draumur golfarans

Guðrún Brá fór í háskólanám til Bandaríkjanna árið 2014 þar sem hún stundaði nám og spilaði golf með háskólaliði Fresno State-háskólans.

„Markmiðið var alltaf að fara til Bandaríkjanna, bæta sig í íþróttinni og fá góða menntun í leiðinni,“ sagði Guðrún Brá.

„Mótin eru sterk og þetta er draumur golfarans, á sama tíma er þetta frábær lífsreynsla líka. Það var búið að segja það við mig að þetta væri eins og í bíómynd en maður tók því með fyrirvara.

Svo kom maður þarna út og þetta var nákvæmlega eins og í bíómynd,“ sagði Guðrún Brá meðal annars.

Viðtalið við Guðrúnu Brá í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Ljósmynd/Golf.is
mbl.is