Turk segir alþjóðleg lög skýr

Ísrael/Palestína | 5. febrúar 2025

Turk segir alþjóðleg lög skýr

Brottvísun fólks af hernumdu landsvæði er stranglega bönnuð, segir Volker Turk, mann­rétt­inda­full­trúi Sam­einuðu þjóðanna, um tillögu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að íbú­ar Gasa verði flutt­ir á brott og Banda­rík­in taki yfir svæðið.

Turk segir alþjóðleg lög skýr

Ísrael/Palestína | 5. febrúar 2025

Brottvísun fólks af hernumdu landsvæði er stranglega bönnuð, segir Volker …
Brottvísun fólks af hernumdu landsvæði er stranglega bönnuð, segir Volker Turk, mann­rétt­inda­full­trúi Sam­einuðu þjóðanna. AFP/Khaled Desouki

Brottvísun fólks af hernumdu landsvæði er stranglega bönnuð, segir Volker Turk, mann­rétt­inda­full­trúi Sam­einuðu þjóðanna, um tillögu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að íbú­ar Gasa verði flutt­ir á brott og Banda­rík­in taki yfir svæðið.

Brottvísun fólks af hernumdu landsvæði er stranglega bönnuð, segir Volker Turk, mann­rétt­inda­full­trúi Sam­einuðu þjóðanna, um tillögu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að íbú­ar Gasa verði flutt­ir á brott og Banda­rík­in taki yfir svæðið.

Í tillögu Trumps kom fram að hann myndi endurbyggja stríðshrjáð svæðið efnahagslega sem og fjarlægja rústir og ósprungnar sprengjur af svæðinu. Skorti þó upplýsingar um hvernig flytja ætti rúmlega tvær milljónir Palestínumanna frá Gasa.

Hefur Trump ítrekað haldið því fram að hann eigi heiðurinn að vopnahléssamning milli Ísra­els og hryðju­verka­sam­tak­anna Ham­as sem tók gildi 19. janúar.

Næsti áfangi vopnahlésins

„Það er mikilvægt að við vinnum að næsta áfanga vopnahlésins, að sleppa öllum gíslum og handteknum föngum, binda enda á stríðið og endurreisa Gasa, með fullri virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðar- og mannréttindalögum,“ segir Turk í yfirlýsingu.

„Þjáningar fólks á hernumdu svæðum Palestínu og Ísrael hafa verið óbærilegar. Palestínumenn og Ísraelar þurfa á friði og öryggi að halda, á grundvelli fullrar reisnar og jafnræðis.“

Þá segir hann alþjóðleg lög mjög skýr, sjálfsákvörðunarrétturinn sé þar grundvallarregla og allur nauðungarflutningur eða brottvísun fólks af hernumdu svæði sé stranglega bönnuð.

Palestínumenn, leiðtogar Miðausturlanda og ríkisstjórnir víðsvegar um heiminn hafa hafnað tillögu Trumps.

mbl.is