Vegum lokað á Norðausturlandi

Veður | 5. febrúar 2025

Vegum lokað á Norðausturlandi

Vegunum um Vopnafjarðarheiði, Möðrudalsöræfi og Mývatnsöræfi verður öllum lokað klukkan 15 í dag vegna veðurs.

Vegum lokað á Norðausturlandi

Veður | 5. febrúar 2025

Möðrudalsöræfi. Mynd úr safni.
Möðrudalsöræfi. Mynd úr safni. mbl.isÞorgeir Baldursson

Vegunum um Vopnafjarðarheiði, Möðrudalsöræfi og Mývatnsöræfi verður öllum lokað klukkan 15 í dag vegna veðurs.

Vegunum um Vopnafjarðarheiði, Möðrudalsöræfi og Mývatnsöræfi verður öllum lokað klukkan 15 í dag vegna veðurs.

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar, umferðin.is, en þar segir að margir vegir séu á óvissustigi í dag og geti þeim því verið lokað með stuttum fyrirvara.

Vegurinn um Holtavörðuheiði er lokaður vegna óveðurs og ólíklegt er að hægt verði að opna fyrir umferð um hann. Hjáleiðir eru um Bröttubrekku og Laxárdalsheiði.

mbl.is