Þingfestingu í máli Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) gegn Kennarasambandi Íslands (KÍ) er lokið í Félagsdómi. Dómurinn hefur í huga að málið fái mjög hraða meðferð og verður málið því flutt á föstudag.
Þingfestingu í máli Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) gegn Kennarasambandi Íslands (KÍ) er lokið í Félagsdómi. Dómurinn hefur í huga að málið fái mjög hraða meðferð og verður málið því flutt á föstudag.
Þingfestingu í máli Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) gegn Kennarasambandi Íslands (KÍ) er lokið í Félagsdómi. Dómurinn hefur í huga að málið fái mjög hraða meðferð og verður málið því flutt á föstudag.
Verkföll standa nú yfir í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum víða um land. SÍS krefst þess að verkföllin verði dæmd ólögmæt þar sem þau brjóti í bága við ákvæði laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Í ákvæðinu felst að verkfall skuli ná til allra starfsmanna stéttarfélags hjá sama vinnuveitanda.
Fimm dómarar sitja í dóminum en einungis Björn L. Bergsson dómari var viðstaddur þingfestinguna.
Hann upplýsti lögmenn KÍ og SÍS hverjir sitja í dóminum og rakti það meðal annars að einn dómari Félagsdóms hefði lýst yfir vanhæfi vegna margra kennara sem hann væri bundinn fjölskylduböndum.
Þá var farið yfir málsgögn sem innihalda meðal annars upplýsingar um verkföllin 21 og dæmi um ráðningasamninga kennara.
Dómari minntist á að verkföllin væru yfirstandandi og því væri dómurinn með það í huga að málið „fái mjög hraða meðferð“. SÍS hafði óskað eftir því að málið fengi flýtimeðferð fyrir dóminum.
Verjendur þurfa því að skila greinargerðum síðdegis á morgun og aðalmeðferð fer síðan fram síðdegis á föstudag.
Engar skýrslutökur fara fram þar sem málið snýst fyrst og fremst um lögfræði, líkt og dómari orðaði það.