Verslunum lokað vegna veðurs

Veður | 5. febrúar 2025

Verslunum lokað vegna veðurs

Ákveðið hefur verið að loka ákveðnum verslunum í verslunarmiðstöðinni Smáralind í Kópavogi vegna rauðrar veðurviðvörunar sem tekur gildi nú klukkan 16.

Verslunum lokað vegna veðurs

Veður | 5. febrúar 2025

Verslunarfólk skellir í lás vegna veðurs.
Verslunarfólk skellir í lás vegna veðurs. mbl.is/Eyþór

Ákveðið hefur verið að loka ákveðnum verslunum í verslunarmiðstöðinni Smáralind í Kópavogi vegna rauðrar veðurviðvörunar sem tekur gildi nú klukkan 16.

Ákveðið hefur verið að loka ákveðnum verslunum í verslunarmiðstöðinni Smáralind í Kópavogi vegna rauðrar veðurviðvörunar sem tekur gildi nú klukkan 16.

Frá þessu er greint á Facebooksíðu Smáralindar en ekki er tilgreint hvaða verslanir eru lokaðar og hverjar ekki.

Fólk er hvatt til þess að fylgjast með stöðunni á opnun verslananna og veitingastaða á samfélagsmiðlum. 

Verslunum hefur verið lokað í Smáralind og Kringlunni.
Verslunum hefur verið lokað í Smáralind og Kringlunni. mbl.is/Eyþór

Ljósmyndari mbl.is var í Kringlunni nú fyrir skömmu og þá hafði einnig verið ákveðið að loka tilteknum verslunum þar. 

Rauð veðurviðvörun tekur gildi á höfuðborgarsvæðinu nú klukkan 16 og er í gildi til klukkan 19 í kvöld.

Óveðrið hefur áhrif á ýmsa þjónustu og verslanir.
Óveðrið hefur áhrif á ýmsa þjónustu og verslanir. mbl.is/Eggert

Þá tekur appelsínugul veðurviðvörun við til klukkan átta í fyrramálið en rauð veðurviðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 8-13 á morgun.

mbl.is