„Viðvaranir dynja á okkur úr öllum áttum“

Veður | 5. febrúar 2025

„Viðvaranir dynja á okkur úr öllum áttum“

Kristófer Oliversson, formaður Fyr­ir­tækja í hót­el- og gistiþjón­ustu (FHG), segir hótel í landinu gera sitt allra besta til að upplýsa gesti um óveðrið sem fram undan er. Alltaf séu þó stöku manneskjur sem taki ekki nægilega vel eftir. 

„Viðvaranir dynja á okkur úr öllum áttum“

Veður | 5. febrúar 2025

Kristófer Óliversson er formaður FHG.
Kristófer Óliversson er formaður FHG. Samsett mynd

Kristófer Oliversson, formaður Fyr­ir­tækja í hót­el- og gistiþjón­ustu (FHG), segir hótel í landinu gera sitt allra besta til að upplýsa gesti um óveðrið sem fram undan er. Alltaf séu þó stöku manneskjur sem taki ekki nægilega vel eftir. 

Kristófer Oliversson, formaður Fyr­ir­tækja í hót­el- og gistiþjón­ustu (FHG), segir hótel í landinu gera sitt allra besta til að upplýsa gesti um óveðrið sem fram undan er. Alltaf séu þó stöku manneskjur sem taki ekki nægilega vel eftir. 

„Flest hótel eru þátttakendur í Safe travel. Frá þeim fáum við viðvaranir sem við beinum til gesta. Eins sendir Ferðamálastofa okkur viðvaranir. Það má segja; viðvaranir dynja á okkur úr öllum áttum,“ segir Kristófer.

Aðspurður segir hann hótelin alla jafna keppast við að láta ferðamenn vita þegar aðstæður eru líkar þeim sem búist er við í dag en vindhraði getur mest farið upp í 50 metra á sekúndu.

Átta sig ekki á vindhraða  

„Það er upp og ofan hvort fólk fari eftir þessu en meginlínan er sú að fólk hlustar og metur stöðuna. En svo er fólk á eigin ábyrgð og alltaf dæmi um að fólk ani af stað,“ segir Kristófer.

„Ef vegum er lokað þá kemst fólk svo sem ekki lengra. En almennt er fólk orðið upplýstara en þó er alltaf einn og einn sem fylgist ekki nægilega vel með. Jafnvel þó auglýsingar séu t.a.m. í afgreiðslu, lyftum og jafnvel á sjónvörpum á hótelunum.“

Hann segir að ferðamenn átti sig stundum ekki á því hversu vond veður geti orðið á Íslandi.

Jafnvel fari vindhraði hér yfir það sem fólk hafi nokkurn tímann séð á heimaslóðum.

mbl.is