„Allt með kyrrum kjörum og ekkert skólastarf“

Veður | 6. febrúar 2025

„Allt með kyrrum kjörum og ekkert skólastarf“

Röskun er á skólastarfi í höfuðborginni vegna óveðursins. Grunn- og leikskólar eru þó ekki lokaðir en halda úti lágmarksmönnun.

„Allt með kyrrum kjörum og ekkert skólastarf“

Veður | 6. febrúar 2025

Breiðholtsskóli.
Breiðholtsskóli. mbl.is

Röskun er á skólastarfi í höfuðborginni vegna óveðursins. Grunn- og leikskólar eru þó ekki lokaðir en halda úti lágmarksmönnun.

Röskun er á skólastarfi í höfuðborginni vegna óveðursins. Grunn- og leikskólar eru þó ekki lokaðir en halda úti lágmarksmönnun.

„Við hlýddum alveg út í ystu æsar tilmælum skólayfirvalda. Hér er allt með kyrrum kjörum og ekkert skólastarf verður hjá okkur í dag,“ segir Ásta Karen Rafnsdóttir, starfandi skólastjóri Breiðholtsskóla, í samtali við mbl.is.

Hún segir að þrjú systkini hafi mætt í skólann í morgun í fylgd foreldra og einn unglingspiltur en þau hafi síðan öll haldið heim á leið.

„Við erum hér stjórnendur skólans á staðnum ef eitthvað kemur upp á en annars er allt í miklum rólegheitum hjá okkur. Þetta góða upplýsingaflæði sem var í fjölmiðlum og alls staðar hefur greinilega skilað sér til fólks,“ segir Ásta Karen.

mbl.is