Arnar um Gylfa: „Þetta á við um alla leikmenn“

Dagmál | 6. febrúar 2025

Arnar um Gylfa: „Þetta á við um alla leikmenn“

„Ég hef ekkert heyrt í honum en mín sýn er mjög einföld,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í Dagmálum.

Arnar um Gylfa: „Þetta á við um alla leikmenn“

Dagmál | 6. febrúar 2025

„Ég hef ekkert heyrt í honum en mín sýn er mjög einföld,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í Dagmálum.

„Ég hef ekkert heyrt í honum en mín sýn er mjög einföld,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í Dagmálum.

Arnar, sem er 51 árs gamall, var ráðinn landsliðsþjálfari þann 15. janúar eftir að hafa stýrt Víkingi úr Reykjavík frá árinu 2018 en liðið varð tvívegis Íslandsmeistari undir stjórn Arnars og fjórum sinnum bikarmeistari.

Leikmaður sem við getum notað

Mikið hefur verið rætt og ritað um hlutverk Gylfa Þórs Sigurðssonar í landsliðinu síðan hann snéri aftur á knattspyrnuvöllinn síðasta sumar eftir langa fjarveru.

„Ef hann er hungraður og í góðu formi þá er þetta klárlega leikmaður sem við getum notað,“ sagði Arnar.

„Svo er það bara tímapunkturinn, fyrir alla leikmenn. Í marsverkefnunum sem dæmi þá spyr maður sig hvort að leikmenn, sem eru að spila í deildabikarnum hérna heima og í Skandinavíu, séu í toppstandi.

Geta þessir leikmenn spilað 90 mínútur í báðum leikjum. Persónulega finnst mér hafa vantað upp á þetta síðustu ári. Það var verið að velja leikmenn sem voru ekkert endilega tilbúnir í þessi verkefni.

Ég lofaði sjálfum mér því að falla ekki á því sverði því mér finnst fótboltinn aftur vera að breytast. Þú þarft að vera jafngóður iþróttamaður og fótboltamaður og ef þú ert ekki í nægilega góðu leikformi þá getur þú ekki spilað svoleiðis fótbolta í landsliðsgæðaflokki. Þetta á ekki bara við um Gylfa, þetta á við um alla leikmenn,“ sagði Arnar meðal annars.

Viðtalið við Arnar í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Arnar Gunnlaugsson og Gylfi Þór Sigurðsson.
Arnar Gunnlaugsson og Gylfi Þór Sigurðsson. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is