Hætta á eldingum í dag

Veður | 6. febrúar 2025

Hætta á eldingum í dag

Við kuldaskil seinni lægðarinnar sem gengur yfir landið í dag er hætt við því að eldingum slái niður í flutningskerfi Landsnets.

Hætta á eldingum í dag

Veður | 6. febrúar 2025

Töluvert var um eldingar á Suður-og Vesturlandi í gær. Mynd …
Töluvert var um eldingar á Suður-og Vesturlandi í gær. Mynd úr safni. Ljósmynd/Harpa Hlín Sigurðardóttir

Við kuldaskil seinni lægðarinnar sem gengur yfir landið í dag er hætt við því að eldingum slái niður í flutningskerfi Landsnets.

Við kuldaskil seinni lægðarinnar sem gengur yfir landið í dag er hætt við því að eldingum slái niður í flutningskerfi Landsnets.

Einkum er hætt við þessu á Suðvesturlandi en einnig á Suðurlandi frá Eyjafjöllum og norður yfir heiðar í Skagafjörð og Hrútafjörð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti á Facebook en eldingum sló niður í Sogslínu 3 og Búrfellslínu 1 í gær.

Þær urðu ekki fyrir skemmdum og engar rafmagnstruflanir urðu í kjölfarið.

mbl.is