Trampólín virðist hafa tekist á loft í óveðri undanfarinna daga og fundið lendingarstað á lóð leikskólans Brákarborgar.
Trampólín virðist hafa tekist á loft í óveðri undanfarinna daga og fundið lendingarstað á lóð leikskólans Brákarborgar.
Trampólín virðist hafa tekist á loft í óveðri undanfarinna daga og fundið lendingarstað á lóð leikskólans Brákarborgar.
Starfsmaður á Brákarborg auglýsir eftir eiganda trampólínsins á samfélagsmiðlum og óskar eftir því að það verði sótt áður en starfsemi hefst á leikskólanum á ný.
Tekur starfsmaðurinn fram í auglýsingunni að þótt um sé að ræða skemmtilegt leiktæki eigi það ekki heima í leikskólagarðinum.