Eldingaveður fylgdi óveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi. Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig eldingaveðrið nálgaðist og gekk síðan yfir landið.
Eldingaveður fylgdi óveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi. Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig eldingaveðrið nálgaðist og gekk síðan yfir landið.
Eldingaveður fylgdi óveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi. Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig eldingaveðrið nálgaðist og gekk síðan yfir landið.
Eldingaveðrið tengdist kuldaskilum úr vestri og hefur mbl.is birt myndskeið frá lesendum sem hafa m.a. sýnt hvernig eldingu laust í Hallgrímskirkju í Reykjavík í gærkvöldi.
Fram kemur á vef Veðurstofu Íslands að ný lægð nálgist úr suðri og að lægðamiðja hennar fari norður yfir landið vestanvert í dag.
„Óveðrið heldur áfram með rauðum viðvörunum sem gilda fyrir nær allt landið. Búist er við skörpum veðraskilum yfir vestasta hluta landsins fyrripart dags. Austan megin við skilin heldur sunnanóveðrið áfram og mun geisa á stærstum hluta landsins, sunnan 25-30 m/s með snörpum og varasömum vindhviðum og talsverðri rigningu á köflum. Vestan þeirra verður mun hægari vindur, kalt og snjókoma, sérstaklega á Vestfjörðum og Breiðafirði og hluta Faxaflóa.“