Tilkynningar hafa borist frá því í gær um foktjón á Stöðvarfirði, Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði.
Tilkynningar hafa borist frá því í gær um foktjón á Stöðvarfirði, Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði.
Tilkynningar hafa borist frá því í gær um foktjón á Stöðvarfirði, Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði.
Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Austurlandi segir að víða sé veðrið afar slæmt austanlands og ekki sé stætt utandyra. Þá stafi vegfarendum hætta af lausamunum er kunna að vera á ferðinni.
„Enn eru íbúar því hvattir til að vera ekki á ferðinni meðan veðrið gengur yfir. Gert er ráð fyrir að taki að lægja um klukkan 18 í dag,“ segir enn fremur í tilkynningunni en bent er á hjálpasíma Rauða krossins, 1717.