Rúða splundraðist hjá samskiptastjóranum

Veður | 6. febrúar 2025

Rúða splundraðist hjá samskiptastjóranum

„Rúðan í forstofunni, sem er eins konar þakrúða við innganginn á heimili mínu, brotnaði. Það var svo mikill þrýstingur í veðrinu í gær sem varð til þess að hún splundraðist. Sem betur fer var enginn undir henni,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna í samtali við mbl.is í morgun. 

Rúða splundraðist hjá samskiptastjóranum

Veður | 6. febrúar 2025

Rúða splundraðist vegna þrýstings í veðurhamnum í gær hjá samskiptastjóra …
Rúða splundraðist vegna þrýstings í veðurhamnum í gær hjá samskiptastjóra almannavarna. Samsett mynd

„Rúðan í forstofunni, sem er eins konar þakrúða við innganginn á heimili mínu, brotnaði. Það var svo mikill þrýstingur í veðrinu í gær sem varð til þess að hún splundraðist. Sem betur fer var enginn undir henni,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna í samtali við mbl.is í morgun. 

„Rúðan í forstofunni, sem er eins konar þakrúða við innganginn á heimili mínu, brotnaði. Það var svo mikill þrýstingur í veðrinu í gær sem varð til þess að hún splundraðist. Sem betur fer var enginn undir henni,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna í samtali við mbl.is í morgun. 

Að sögn Hjördísar var hún ekki sú eina sem lenti í rúðubrotum og nokkuð um að björgunarsveitarmenn hafi verið kallaðir út vegna þeirra. Í heild voru um 300 útköll um land allt og um 300 hringingar til Neyðarlínunnar í gærkvöldi og fyrri part nætur. Verulega dró úr veðrinu um klukkan 2 og útköllum fækkaði þegar á leið.

„Fólk fór í hvíld en svo er seinni hálfleikur að fara að byrja,“ segir Hjördís. 

Afar vindasamt var í gær og búist er við öðrum …
Afar vindasamt var í gær og búist er við öðrum hvelli í dag. Eggert Jóhannesson

Kyrrstæður bíll rann af stað 

Að sögn hennar var mikið um foktjón og leka. Meðal annars rann kyrrstæður bíll af stað og fór á annan í Borgartúni.

„Fellihýsin áttu svolítið erfitt í gær og mörg tjón á þeim. Hins vegar sáum við engin fljúgandi trampólín að því er ég kemst næst,“ segir Hjördís.

Sem flestir verði heima 

Hún segir vert að minna fólk á að annar hvellur sé nú að hefjast.

„Það er ástæða til að benda fólki á að vera heima því foktjón sem verða eru gjarnan þannig að hlutir fjúka á aðra hluti og þá er fólk líka í hættu. Vonandi geta sem flestir leyft sér að vera heima í dag, í það minnsta fram eftir morgni,“ segir Hjördís.

Búist er við því að mesti veðurhamurinn fari niður á höfuðborgarsvæðinu um klukkan 1.

mbl.is