Staðan viðkvæm á vesturhluta landsins

Veður | 6. febrúar 2025

Staðan viðkvæm á vesturhluta landsins

Búist er við skörpum veðraskilum yfir vestasta hluta landsins fyrripart dags að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Staðan viðkvæm á vesturhluta landsins

Veður | 6. febrúar 2025

Vindhraði kl. 12 á hádegi í dag. Hvítar línur sýna …
Vindhraði kl. 12 á hádegi í dag. Hvítar línur sýna vindhviður yfir 25 m/s og er hámarks hviða gul lituð. Kort/Veðurstofa Íslands

Búist er við skörpum veðraskilum yfir vestasta hluta landsins fyrripart dags að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Búist er við skörpum veðraskilum yfir vestasta hluta landsins fyrripart dags að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Ný lægð nálgast úr suðri og fer lægðamiðja hennar norður yfir landið vestanvert í dag.

„Austan megin við skilin heldur sunnan óveðrið áfram og mun geisa á stærstum hluta landsins, sunnan 25-30 m/s með snörpum og varasömum vindhviðum og talsverðri rigningu á köflum. Vestan þeirra verður mun hægari vindur, kalt og snjókoma, sérstaklega á Vestfjörðum og Breiðafirði og hluta Faxaflóa,“ segir í tilkynningunni.

Fram kemur að staðan á vesturhluta landsins sé viðkvæm, því ef veðraskilin hliðrast lítillega frá spám, getur veðrið orðið mjög ólíkt því sem búist var við. 

Seinnipart dags er gert ráð fyrir að skilin færist til austurs, með suðvestan strekkingi eða allhvössum vindi og éljum vestanlands. Á Austfjörðum verður veðrið verst lengst og lægir ekki fyrr en undir kvöldmat.

mbl.is