Veður gengur niður vestanlands upp úr hádegi

Veður | 6. febrúar 2025

Veður gengur niður vestanlands upp úr hádegi

Reikna má að veður gangi niður suðvestan- og vestanlands fljótlega upp úr hádegi, vestan til á Norðurlandi um miðjan dag og um austurhelming landsins lægir mikið á milli kl. 17 og 20. 

Veður gengur niður vestanlands upp úr hádegi

Veður | 6. febrúar 2025

Seinni bylgj­an af ill­viðrinu geng­ur inn á landið í dag.
Seinni bylgj­an af ill­viðrinu geng­ur inn á landið í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reikna má að veður gangi niður suðvestan- og vestanlands fljótlega upp úr hádegi, vestan til á Norðurlandi um miðjan dag og um austurhelming landsins lægir mikið á milli kl. 17 og 20. 

Reikna má að veður gangi niður suðvestan- og vestanlands fljótlega upp úr hádegi, vestan til á Norðurlandi um miðjan dag og um austurhelming landsins lægir mikið á milli kl. 17 og 20. 

Í tilkynningu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar segir að um leið og lægi snjói dálítið og kólni niður undir frostmark.

Vegagerðin vill ítreka það að ökutæki sem taka á sig mikinn vind eiga alls ekki að vera á ferli milli landshluta í dag en Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauðar viðvaranir og tóku þær fyrstu gildi klukkan 7 í morgun.

mbl.is