Gellur í kryddlegi er einn af vinsælustu fiskréttunum hans Leifs Kolbeinssonar, matreiðslumeistara og eiganda veitingastaðarins La Primavera, sem í boði hafa verið á matseðli staðarins.
Gellur í kryddlegi er einn af vinsælustu fiskréttunum hans Leifs Kolbeinssonar, matreiðslumeistara og eiganda veitingastaðarins La Primavera, sem í boði hafa verið á matseðli staðarins.
Gellur í kryddlegi er einn af vinsælustu fiskréttunum hans Leifs Kolbeinssonar, matreiðslumeistara og eiganda veitingastaðarins La Primavera, sem í boði hafa verið á matseðli staðarins.
Undirrituð hefur verið svo heppin að fá að njóta þess að bragða af þessum ómótstæðilega góðu gellum og þvílíkur unaður er það fyrir bragðlaukana.
Smjörsósan er hreint lostæti og passar ákaflega vel með gellunum. Rétturinn nýtur ávallt mikilla vinsælda og gellurnar rjúka út þegar þær eru á boðstólum.
„Gellur eru alltaf vinsælar hjá okkur. Þá kemur sér vel að vera á þessum frábæra stað við höfnina og hafa marga fastagesti sem eru sólgnir í fiskinn hjá okkur. Þar eru gellurnar engin undantekning,“ segir Leifur með bros á vör, en hann er svo heppinn að vera við höfnina og geta farið beint til fisksalanna og fengið nýjan og ferskan fisk daglega.
Leifur deilir hér með matarvefnum uppskriftinni að gellum í kryddlegi. Uppskriftina ásamt fleiri hefðbundnum réttum af matseðli La Primavera má finna í matreiðslubók Leifs „Tuttugu og fimm ástæður til að fanga“. Bókin fæst til að mynda á veitingastöðum La Primavera, annars vegar í Marshallshúsinu og í Hörpu.
Gellur í kryddlegi
Aðferð: