Nokkrir möguleikar eru í stöðunni fyrir myndun nýs meirihluta í Reykjavíkurborg. Hægt er að mynda meirihluta aðeins með vinstriflokkum en ekki er hægt að mynda meirihluta aðeins með hægri flokkum.
Nokkrir möguleikar eru í stöðunni fyrir myndun nýs meirihluta í Reykjavíkurborg. Hægt er að mynda meirihluta aðeins með vinstriflokkum en ekki er hægt að mynda meirihluta aðeins með hægri flokkum.
Nokkrir möguleikar eru í stöðunni fyrir myndun nýs meirihluta í Reykjavíkurborg. Hægt er að mynda meirihluta aðeins með vinstriflokkum en ekki er hægt að mynda meirihluta aðeins með hægri flokkum.
Í borgarstjórn eru 23 borgarfulltrúar og því þarf að lágmarki 12 manna meirihluta.
Stjórnarsamstarf Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar sprakk á föstudaginn en í þeim meirihluta voru 13 borgarfulltrúar. Nokkuð ljóst er að sá meirihluti verður ekki endurnýjaður.
Viðræður Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar, Viðreisnar og Flokks fólksins runnu svo út í sandinn í gær eftir að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði að Flokkur fólksins myndi ekki leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda.
Sósíalistar og Vinstri grænir hafa einnig sagt að þeir séu til í viðræður við flokka sem eru „sama sinnis“ og þeir og því má gera ráð fyrir að með þeim orðum séu þeir að útiloka Sjálfstæðisflokkinn.
Sjálfstæðisflokkurinn er með sex borgarfulltrúa og gæti því myndað meirihluta með Samfylkingu, sem er með fimm borgarfulltrúa, og Framsókn sem er með fjóra borgarfulltrúa. Slíkur meirihluti hefði stuðning 15 borgarfulltrúa.
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn gætu einnig myndað meirihluta með Pírötum og slík stjórn hefði stuðning 14 borgarfulltrúa.
Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Viðreisn gætu myndað 12 manna meirihluta.
Dóra Björt, oddviti Pírata, sagði í yfirlýsingu í gær að nokkrir kostir væru í stöðunni eins og til dæmis fimm flokka vinstristjórn Pírata, Samfylkingar, Flokks fólksins, Vinstri grænna og Sósíalista.
Slíkur meirihluti hefði stuðning 12 borgarfulltrúa.
Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og oddviti Framsóknar, sprengdi meirihlutann og hann hefur sagt að hann vilji meðal annars hraða húnsæðisuppbyggingu. Þá hefur hann svipaða hugmyndafræði í málefnum flugvallarins og Sjálfstæðisflokkurinn og Flokkur fólksins.
Framsókn gæti tekið þátt í ýmsum meirihlutum en ólíklegt er að flokkurinn taki þátt í samstarfi sem verður keimlíkt því sem var að fuðra upp.
Þó væri hægt að mynda meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og Pírata en slíkur meirihluti hefði stuðning 12 borgarfulltrúa.
Dæmi um annan meirihluta væri til dæmis meirihluti Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Flokks fólksins með 13 borgarfulltrúa.
Hægt er að púsla saman ýmsum meirihlutum og samkvæmt sumum borgarfulltrúum sem mbl.is hefur rætt við þá eru allir að tala við alla.
Fjöldi borgarfulltrúa: