Boðar 25 prósent toll á stál og ál

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 10. febrúar 2025

Boðar 25 prósent toll á stál og ál

Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að leggja 25 prósenta toll á stál og ál sem flutt er inn til Bandaríkjanna.

Boðar 25 prósent toll á stál og ál

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 10. febrúar 2025

Donald Trump gengur um borð í forsetaþotuna.
Donald Trump gengur um borð í forsetaþotuna. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að leggja 25 prósenta toll á stál og ál sem flutt er inn til Bandaríkjanna.

Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að leggja 25 prósenta toll á stál og ál sem flutt er inn til Bandaríkjanna.

Trump greindi blaðamönnum um áform sín um borð í forsetaþotunni á leið til New Orleans en Trump fylgdist með úrslitaleiknum um Ofurskálina í nótt og ef fyrsti sitjandi forsetinn sem gerir það.

Bandaríkjamenn kaupa mest af stáli og áli frá Kanadamönnum og þá flytja Bandaríkjamenn talsvert af stáli inn frá Brasilíu, Suður-Kóreu og Mexíkó.

Trump lagði á svipaða tolla í forsetatíð sinni 2017-2021 til að vernda bandarískan iðnað, sem hann taldi standa frammi fyrir óréttmætri samkeppni frá Asíu- og Evrópulöndum.

Trump boðaði enn fremur innflutningsgjöld á vörur frá löndum sem skattleggja innflutning frá Bandaríkjunum. Hann tilgreindi ekki hvaða þjóðir yrðu skotmark eða hvort það yrðu einhverjar undanþágur.

Stuttu eftir að Trump settist á nýjan leik í forsetastólinn boðaði hann 25 innflutningstoll á vörur frá Kanada, Mexíkó og Kína en nokkru síðar frestaði hann að koma tollunum á gagnvart Kanada og Mexíkó eftir að löndin hétu því að herða aðgerðir til að stemma stigu við flæði fíkniefnisins fentanýls og flutningi óskráðra innflytjenda til Bandaríkjanna.

mbl.is