Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra og varaformaður Viðreisnar, segir að agi í fjármálum, umbætur í ríkisrekstri og taumhald á útgjöldum til þess að styðja áfram við lækkun vaxta og verðbólgu verði forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar.
Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra og varaformaður Viðreisnar, segir að agi í fjármálum, umbætur í ríkisrekstri og taumhald á útgjöldum til þess að styðja áfram við lækkun vaxta og verðbólgu verði forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar.
Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra og varaformaður Viðreisnar, segir að agi í fjármálum, umbætur í ríkisrekstri og taumhald á útgjöldum til þess að styðja áfram við lækkun vaxta og verðbólgu verði forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar.
„Ríkið þarf að fjárfesta í verkefnum af skynsemi og stofna ekki til rekstrar í góðæri sem við höfum ekki efni á í samdrætti. Við ætlum að taka upp stöðugleikareglu í fjármálum hins opinbera til þess að ná betri árangri og skjóta styrkari stoðum undir stöðugleika til framtíðar og lækkun vaxta,“ sagði Daði Már á Alþingi í kvöld í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra.
Þá sagði hann að skatttekjur væri undirstaða rekstrar ríkisins.
„Hversu umfangsmikill sá rekstur á að vera er þrætuepli stjórnmálanna. Um hitt erum við sammála að skattar eigi að vera sanngjarnir og skilvirkir og skattkerfið skiljanlegt og gagnsætt.“
Daði Már benti á að ríkisstjórnin hefði sett það í forgang að standa fyrir umbótum, hagræða og auka skilvirkni.
„Aðhald í rekstri ríkisins þarf hins vegar að koma frá ríkinu sjálfu. Flatur niðurskurður og viðvarandi aðhaldskrafa gerir ekki greinarmun á slæmri hugmynd eða úreltri og góðri. Þessari nálgun þarf að breyta. Annars hækkar stöðugt hlutfall ríkisútgjalda sem fer til úreltra verkefna á kostnað nýrra áherslna, nýsköpunar og fjárfestinga í innviðum.“
Daði Már tók fram að náttúruöflin, stríð og vaxandi spenna í alþjóðaviðskiptum gæti gert Íslandi óskunda þegar síst varir.
„Það er skylda okkar stjórnmálamanna að tryggja að ríkissjóður sé vel í stakk búinn til að geta brugðist við áföllum. Þeirri ábyrgð megum við aldrei gleyma.
Ríkisstjórnin ætlar sér að vinna saman, rjúfa kyrrstöðu og ná árangri,“ sagði ráðherra.