Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti í kvöld fyrstu stefnuræðu sína á Alþingi, þar sem hún mælti fyrir stefnu nýrrar ríkisstjórnar sinnar.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti í kvöld fyrstu stefnuræðu sína á Alþingi, þar sem hún mælti fyrir stefnu nýrrar ríkisstjórnar sinnar.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti í kvöld fyrstu stefnuræðu sína á Alþingi, þar sem hún mælti fyrir stefnu nýrrar ríkisstjórnar sinnar.
Ekki er hægt að segja að mikil tíðindi hafi falist í stefnuræðu forsætisráðherra, sem varla er von, ekki eru tveir mánuðir frá því að stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt og rétt rúm vika frá því að þingmálaskrá hennar var birt í aðdraganda stefnuræðunnar, sem síðan var frestað vegna óveðurs.
Ráðherra hóf mál sitt á því að minna á ný ríkisstjórn væri komin til skjalanna:
„Þjóðin hefur kosið. Þing er sett. Nú munu verkin tala. Ný ríkisstjórn gengur samstíga til verka. Og með nýrri stjórn fylgir nýtt verklag.“
Í kjölfarið sigldi yfirlýsing um að alger einhugur væri innan ríkisstjórnarinnar um stefnuna og þau þingmál, sem kynnt hefðu verið. Hún legði áherslu á efnahagslegan stöðugleika, umbætur í velferðarkerfinu, ráðstafanir til að efla atvinnulífið og umhverfisvernd með verðmætasköpun og orkuöflun að markmiði.
Kristrún lýsti því hvað mætt hefði henni í nýju starfi og kvaðst hafa fyllst auðmýkt og virðingu við að hitta opinbera starfsmenn og embættismenn í ráðuneytum, sem hún hefði heimsótt.
Eitt af lykilmarkmiðum ríkisstjórnarinnar væri að tryggja efnahagslegan stöðugleika og vinna að lækkun vaxta.
„Stöðugleikaregla verður leidd í lög um fjármál ríkisins til að styðja við lægri vexti – með frumvarpi fjármálaráðherra sem verður lagt fyrir Alþingi seinna í þessum mánuði. Þá hefur ríkisstjórnin sammælst um að engin ný útgjöld verði á árinu 2025 án þess að hagræða eða afl a tekna á móti,“ ítrekaði ráðherrann.
Auka á stöðugleika á húsnæðismarkaði með því taka „styrkari stjórn“ á skammtímaleigu til ferðamanna, með skilvirkari framkvæmd við veitingu hlutdeildarlána, lækkun fjármögnunarkostnað hjá húsnæðisfélögum án hagnaðarsjónarmiða og liðka fyrir uppbyggingu einingahúsa. Þá yrði komið á skráningarskyldu allra leigusamninga.
Mikil áhersla verður lögð á öflugri velferðarkerfi, þar sem ákveðnar breytingar á örorkulífeyri eru í farvatninu. „Aldursviðbót örorkulífeyris mun haldast ævilangt“.
Ríkisstjórnin mun einnig leggja fram fjögur „stór þingmál“ um orkuöflun, þar sem Hvammsvirkjun fær grænt ljós og einföldun regluverks um leyfisveitingar. „Við verðum að nýta orkulindir okkar skynsamlega og draga úr skriffinnsku sem hindrar framfarir," sagði forsætisráðherra. Heildarlög um loftslagsmál munu fylgja í haust.
Ráðherrann minnist einnig Ólafar Töru Harðardóttur, baráttukonu gegn kynbundnu ofbeldi, sem jarðsungin var í dag. Hún hét því að ríkisstjórnin myndi taka fast á kynbundu ofbeldi og styrkja réttarkerfið í því skyni.
Í lok ræðu sinnar kvaðst Kristrún enn á ný stolt af ríkisstjórn sinni, sem væri söguleg að mörgu leyti. Ekki aðeins vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki í henni og ekki vegna þess að þrjár konur veittu henni forystu, „heldur vegna þess að við erum kraftmikil og samstíga ríkisstjórn með sterkt umboð til breytinga.“
Ræðunni lauk forsætisráðherra á óvenjulegri traustsyfirlýsingu á einum ráðherra sinna:
„Sama hvað hver segir og burtséð frá pólitískum skoðunum – þá megum við öll vera hreykin af þessu samfélagi sem við höfum byggt og stolt af Ingu Sæland. Þetta er stórt. Og við höfum verk að vinna.“