Gallabuxurnar sem unglingarnir eru brjálaðir í

Fatastíllinn | 10. febrúar 2025

Gallabuxurnar sem unglingarnir eru brjálaðir í

Á tískusýningu franska tískuhússins Balenciaga fyrir um það bil ári voru buxur sem höfðu ekki sést í nokkur ár í tískuheiminum. Þröngar gallabuxur. Ekki nóg með það heldur voru rassvasarnir á sumum buxunum skreyttir glitrandi similíusteinum með stóru B. Þessar buxur endurvöktu minningar um gallabuxnamerki sem lítið hefur farið fyrir undanfarin ár, True Religion. Demna Gvasalia, listrænn hönnuður Balenciaga, hratt með þessu nýrri bylgju af stað eins og oft áður.

Gallabuxurnar sem unglingarnir eru brjálaðir í

Fatastíllinn | 10. febrúar 2025

True Religion-buxurnar voru vinsælar upp úr 2000 en eru nú …
True Religion-buxurnar voru vinsælar upp úr 2000 en eru nú aftur komnar upp á yfirborðið. Samsett mynd

Á tísku­sýn­ingu franska tísku­húss­ins Balenciaga fyr­ir um það bil ári voru bux­ur sem höfðu ekki sést í nokk­ur ár í tísku­heim­in­um. Þröng­ar galla­bux­ur. Ekki nóg með það held­ur voru rassvas­arn­ir á sum­um bux­un­um skreytt­ir glitrandi sim­il­íu­stein­um með stóru B. Þess­ar bux­ur end­ur­vöktu minn­ing­ar um galla­buxna­merki sem lítið hef­ur farið fyr­ir und­an­far­in ár, True Religi­on. Demna Gvasalia, list­rænn hönnuður Balenciaga, hratt með þessu nýrri bylgju af stað eins og oft áður.

Á tísku­sýn­ingu franska tísku­húss­ins Balenciaga fyr­ir um það bil ári voru bux­ur sem höfðu ekki sést í nokk­ur ár í tísku­heim­in­um. Þröng­ar galla­bux­ur. Ekki nóg með það held­ur voru rassvas­arn­ir á sum­um bux­un­um skreytt­ir glitrandi sim­il­íu­stein­um með stóru B. Þess­ar bux­ur end­ur­vöktu minn­ing­ar um galla­buxna­merki sem lítið hef­ur farið fyr­ir und­an­far­in ár, True Religi­on. Demna Gvasalia, list­rænn hönnuður Balenciaga, hratt með þessu nýrri bylgju af stað eins og oft áður.

True Religi­on var stofnað í Banda­ríkj­un­um árið 2002 og eru höfuðstöðvar fyr­ir­tæk­is­ins í Kali­forn­íu. Merkið er þekkt­ast fyr­ir galla­bux­urn­ar en sel­ur einnig ann­an fatnað eins og gallajakka, boli, föt úr jogg­ing-efni og nátt­föt fyr­ir kon­ur, karla og börn. Galla­bux­urn­ar frá merk­inu hafa oft og tíðum verið tengd­ar við am­er­íska kú­reka­lífs­stíl­inn en aðal­ein­kenni buxn­anna er skeifa á rassvös­un­um sem saumuð er með þykk­um saum. Merkið varð strax vin­sælt en á þeim tíma er merkið var stofnað hafði orðið mik­il spreng­ing í hönn­un­ar­galla­bux­um. Söng­kon­an Fergie úr hljóm­sveit­inni Black Eyed Peas söng meira að segja um bux­urn­ar í lag­inu My Humps.

Vin­sæld­ir merk­is­ins dvínuðu mikið í kring­um árið 2010 og var út­litið svart fyr­ir fyr­ir­tækið um tíma. Nú virðist hins veg­ar hafa orðið viðsnún­ing­ur enda mikið nostal­g­íuæði hjá yngri kyn­slóðinni. Áhrifa­vald­ar á sam­fé­lags­miðlun­um TikT­ok og In­sta­gram hafa einnig fjallað mikið um bux­urn­ar.

Þetta eru klassískar buxur frá True Religion. Með lágu mitti …
Þetta eru klass­ísk­ar bux­ur frá True Religi­on. Með lágu mitti og útvíðum skálm­um.

Líka á rauða dregl­in­um

Stór­leik­ar­inn Timot­hée Chala­met, sem þekkt­ur er fyr­ir ein­stak­an og per­sónu­leg­an fata­stíl, hef­ur und­an­farið verið myndaður í galla­bux­um frá True Religi­on. Hann mætti meðal ann­ars á frum­sýn­ingu mynd­ar­inn­ar The Complete Unknown á Ítal­íu klædd­ur ít­ölsku fána­lit­un­um í jakka og bux­um í stíl frá merk­inu. Föt­in voru úr svörtu og rauðu galla­efni með hvít­um saum­um.

Í stíl var hann með græn­an klút um háls­inn. Þetta þykir hafa ýtt und­ir enn frek­ari áhuga unga fólks­ins á merk­inu.

Timothée Chalamet klæddur gallafötum frá toppi til táar á frumsýningu …
Timot­hée Chala­met klædd­ur galla­föt­um frá toppi til táar á frum­sýn­ingu mynd­ar­inn­ar The Complete Unknown. Al­berto Pizzoli/​Afp
Þykkur hvítur saumur í skeifu einkennir gallafatnaðinn frá True Religion.
Þykk­ur hvít­ur saum­ur í skeifu ein­kenn­ir gallafatnaðinn frá True Religi­on. Al­berto Pizzoli/​Afp

Mik­ill áhugi á 2000-tísk­unni

Hér á landi hafa bux­urn­ar feng­ist í versl­un­inni Waste­land í miðbæ Reykja­vík­ur sem sel­ur notuð föt.

„Það er mikið spurst fyr­ir um True Religi­on-bux­ur hjá mér og hef­ur verið sein­ustu tvö ár. Vin­sæld­irn­ar virðast ekki fara neitt niður á við, þær halda bara áfram að vera ein­ar af
vin­sæl­ustu bux­un­um hjá mér,“ seg­ir Rakel Unn­ur Thorlacius eig­andi Waste­land. Hún bíður nú eft­ir ann­arri send­ingu til lands­ins.

Hún seg­ir bux­urn­ar vin­sæl­ast­ar hjá ung­ling­um á aldr­in­um 15-20 ára.

„Ég myndi segja að Gen Z-kyn­slóðin hafi mjög mik­inn áhuga á tísk­unni í kring­um árið 2000 núna. Þá voru True Religi­on-bux­ur ein­mitt í tísku og þess vegna eru þær svona eft­ir­sótt­ar aft­ur. Tísk­an fer alltaf í hringi.“

Þó að fyr­ir­tækið sé enn í því að fram­leiða bux­ur í svipuðum stíl og áður er jafn­vel vin­sælla að kaupa þær notaðar. Því fylgja ein­ung­is kost­ir þar sem bux­urn­ar eru ódýr­ari en nýj­ar og ýta und­ir end­ur­nýt­ingu fatnaðar.

Rakel Unnur er eigandi Wasteland í Reykjavík og segir buxurnar …
Rakel Unn­ur er eig­andi Waste­land í Reykja­vík og seg­ir bux­urn­ar mjög vin­sæl­ar.

Nýj­ar bux­ur frá True Religi­on kosta tæp­ar 40 þúsund krón­ur í dag. En svo er spurn­ing hversu lengi at­hygli unga fólks­ins á tísku­bylgj­unni end­ist og þá hvort fyr­ir­tækið nái að halda í vin­sæld­irn­ar eða detti jafn hratt úr tísku og það kom inn.

Jakkinn kostar nýr tæpar 40 þúsund krónur en eldri föt …
Jakk­inn kost­ar nýr tæp­ar 40 þúsund krón­ur en eldri föt frá True Religi­on má finna í versl­un­um sem selja notuð föt.
Nýjar buxur frá True Religion í dag kosta tæplega 40 …
Nýj­ar bux­ur frá True Religi­on í dag kosta tæp­lega 40 þúsund krón­ur.
mbl.is