Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, segir að þjóðin hafi kosið breytingar og þær byrji strax. Tekið verði til í ríkisrekstrinum og verklagi við stjórn opinberra fjármála verði breytt.
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, segir að þjóðin hafi kosið breytingar og þær byrji strax. Tekið verði til í ríkisrekstrinum og verklagi við stjórn opinberra fjármála verði breytt.
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, segir að þjóðin hafi kosið breytingar og þær byrji strax. Tekið verði til í ríkisrekstrinum og verklagi við stjórn opinberra fjármála verði breytt.
Hann segir að markmiðið sé skýrt, eða að stækka kökuna og styrkja velferðina.
„Á undanförnum vikum höfum við fengið til liðs við okkur 4 þúsund manns, heilt prósent þjóðarinnar, í hugmyndavinnu um hagræðingu í ríkisrekstri, um einföldun stjórnsýslu og bætta forgangsröðun fjármuna.
Umræðan hefur seytlað um allt samfélagið, verkalýðshreyfingin hefur tekið þátt í henni, einstök fyrirtæki hafa tekið þátt og atvinnurekendasamtök – en sumar af bestu tillögunum þær berast innan úr kerfinu sjálfu, frá fólki sem er einfaldlega steinhissa á því hvernig farið hefur verið með opinbera fjármuniu á undanförnum árum. Hvernig fyrrverandi stjórnarflokkar fóru með vald sitt og fóru með stjórnkerfið á Íslandi.
Það er þessi óreiða sem við ætlum að vinda ofan af. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur mun berja niður verðbólguvæntingar og vaxtastig,“ sagði Jóhann Páll á Alþingi í kvöld í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra.
Hann sagði enn fremur að ný ríkisstjórn mæti andstöðu.
„Það fyrsta sem heyrðist frá Sjálfstæðisflokknum var gagnrýni á að ný ríkisstjórn ætlaði að binda lífeyri við laun, tryggja eldra fólki og öryrkjum sams konar hækkanir og verða á vinnumarkaði.
Og formaður Framsóknarflokksins, háttvirtur þingmaður, sem kom ekki einum einustu jarðgöngum af stað á sjö árum, og sat í ríkisstjórn sem kom ekki einum einustu virkjanaframkvæmdum yfir 10 megavött af stað á sjö árum, hann sakar núna nýja ríkisstjórn um and-landsbyggðarstefnu.
Er það nú! Og reyndar beit hann höfuðið af skömminni með því að ljúga því blákalt að þingheimi að hæstvirtur forsætisráðherra hefði ekki ávarpað kennara í ræðu sinni. Hefði ekki vikið að menntamálum eða ávarpað kennara þarna úti, sem hún gerði svo sannarlega. Það er lágt risið á stjórnarandstöðunni hér í kvöld,“ sagði Jóhann Páll.
„Það sem kannski stuðar gömlu valdaflokkanna mest það er að ný ríkisstjórn ætli að innheimta sanngjörn auðlindagjöld og binda þjóðareign auðlinda í stjórnarskrá. Það skapar óvissu, segja þau.
En ég segi við Sjálfstæðismenn: kveinið bara, farið í öll þau setuverkföll hérna inni sem ykkur sýnist. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur mun stöðva kjaragliðnun milli lífeyris og launa – því það er réttlætismál. Og ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur mun tryggja þjóðinni aukna hlutdeild í arðinum af auðlindum, vegna þess að við eigum þessar auðlindir saman.“
Hann tók enn fremur fram að aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum myndu bera þess merki að ríkisstjórn myndi þjóna vinnandi fólki.
„Þess vegna kemur ekki til greina að fara í orkuskipti sem bitna á tekjulægri hópum eða íbúum í dreifbýli umfram aðra. Það kemur ekki til greina. Áherslur ríkisstjórnarinnar í umhverfis- og loftslagsmálum munu styðja við byggðaþróun um allt land og styðja við atvinnuuppbyggingu um allt land,“ sagði Jóhann Páll.