„Það er ekkert að frétta“

„Það er ekkert að frétta“

„Ég get ekki sagt um hvað verður en fyrir borgarbúa þá vona ég nú að það dragi til tíðinda og að það sé hægt að eyða þessari óvissu,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, um myndun nýs meirihluta í borgarstjórn.

„Það er ekkert að frétta“

Meirihlutinn í borginni sprengdur | 10. febrúar 2025

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík. Ljósmynd/Dagmál

„Ég get ekki sagt um hvað verður en fyrir borgarbúa þá vona ég nú að það dragi til tíðinda og að það sé hægt að eyða þessari óvissu,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, um myndun nýs meirihluta í borgarstjórn.

„Ég get ekki sagt um hvað verður en fyrir borgarbúa þá vona ég nú að það dragi til tíðinda og að það sé hægt að eyða þessari óvissu,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, um myndun nýs meirihluta í borgarstjórn.

Hún segir það sama vera uppi á teningnum og var í gær. Samtöl og sms-sendingar séu að eiga sér stað en ekkert formlegt hafi verið boðað.

Allir verði að leggja sig fram

Aðspurð segist hún þó vona að það fari að draga til tíðinda fljótlega.

„En þá verða náttúrulega allir borgarfulltrúar að leggja sig fram. Þetta er verkefni sem er allavega fyrir framan okkur öll núna og ég held að við séum bara með rauðglóandi eyra í bili.“

Ekkert að frétta

Sósíalistar og Vinstri græn sendu frá sér á laugardag sameiginlega yfirlýsingu þar sem tilkynnt var að flokkarnir væru í bandalagi. Þá hefur verið bent á að möguleiki sé fyrir hendi að mynda fimm flokka vinstristjórn.

Spurð um hvort einhverjar samræður hafi átt sér stað á milli þeirra fimm flokka segir Líf að ekkert sé í hendi.

„Það er ekkert að frétta. Það er bara staðan.“

mbl.is